ABBA show í London - apríl (6 SÆTI LAUS)

Ferðin

Tónleikarnir fara fram laugardagskvöldið 13. apríl 2024.

ABBA Voyage er í formi sýnd­ar­veru­tón­leika í glænýrri tónleikahöll sem byggð var eingöngu fyrir þetta verkefni. Hægt er að flytja höllina milli heimshluta og nú er talað um að sýningin fari til Asíu árið 2024 sem þýðir að sýningin hættir í London í bili.

Höllin er staðsett í Queen Elizabeth Olympic Park í austurhluta London.

Á tónleikunum er 12 manna hljómsveit sem spilar "live" á sviðinu undir magnaðri stafrænni sýningu ABBA-hópsins sem flytur 22 af sínum bestu lögum ásamt mögnuðu ljósashowi.

Lagalistinn á ABBA Voyage er þannig að strax í fyrsta lagi standa nánast allir upp (þó þeir séu í sætum) og byrja að tjútta. Partýið hefst við fyrsta tón.
Mjög vinsælt er hjá vinahópum að mæta í útvíðum göllum og lifa sig alla leið inn í fortíðina.

Sætin okkar á þessum tónleikum eru í svæði merkt K. (sjá hring utan um svæðið)


Innifalið í ferðinni:

Flug með Icelandair og innritaðri 23 kg tösku.

Gisting í 3 nætur með morgunverði.

Miði á tónleikana og rúta til og frá tónleikunum.

Akstur til og frá flugvelli.

Íslensk fararstjórn.

Hótelið

St. Giles Hotel London

St Giles London Hotel er fullkomlega staðsett í hinu líflega hjarta West End í London, rétt við Tottenham Court Road.

Hönnun herbergja okkar er úthugsuð sem griðastaður innan um iðandi miðhluta London og frábær staðsetning okkar í hinu sögulega Bloomsbury hverfi gerir St Giles London Hotel að frábærum upphafspunkti til að skoða borgina.

Oxford Street, Soho, British Museum og Covent Garden eru öll í göngufæri frá hótelinu okkar. Lestarstöðvarnar Elizabeth Line og Central og Northern línurnar eru í nágrenninu.

Margir Íslendingar þekkja vel St. Giles hótelið sem er mjög vel staðsett rétt hjá Oxford Street en það er einnig þekkt sem "Kústaskápurinn" því herbergin eru lítil en flestir horfa framhjá því vegna staðsetningar hótelsins.

Verð

Verð frá 179.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi.

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina
með því að greiða staðfestingargjald
kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

ICELANDAIR

Flug með Icelandair ásamt sköttum.
23 kg innritaður farangur
10 kg handfarangur samkvæmt skilmálum Icelandair.

Fararstjóri

Hafdís Viggósdóttir

Hópadeild - Sala/Ráðgjöf hafdis@visitor.is Sími 578 9888 Hafdís hefur búið víða um heim og verið fararstjóri í mörgum löndum. Góð og traust reynsla.

Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: fyrirspurn@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2024, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna