ABBA Voyage í London í nóvember 2023 (Uppselt)

Ferðin

Tónleikarnir fara fram föstudagskvöldið 10. nóvember 2023.

Tón­leikaröð ABBA verður í formi sýnd­ar­veru­tón­leika í glænýrri tónleikahöll sem byggð var eingöngu fyrir þetta verkefni.

Höllin er staðsett í Queen Elizabeth Olympic Park í austurhluta London.

Á tónleikunum er 12 manna hljómsveit sem spilar undir við hlið stafræna ABBA-hópsins og flytur 22 af bestu lögum ABBA.

Sætin okkar á þessum tónleikum eru á besta stað í höllinni.
Á myndinni hér fyrir neðan eru sætin okkar í svæði J.

Þetta er geggjað fyrir skemmtilega tjútt hópa!

Þetta er hópferð okkar númer fjögur á þessa sýningu og við getum staðfest að þetta er algerlega sturluð sýning!


Innifalið í ferðinni:

Flug með Icelandair og innritaðri 23 kg tösku.

Gisting í 3 nætur með morgunverði.

Miði á tónleikana og rúta til og frá tónleikunum.

Akstur til og frá flugvelli.

Íslensk fararstjórn.

Hótelið

Holiday Inn Regent Park London

Holiday Inn London - Regent's Park er vel staðsett í miðborg London. Nálægt vinsælum ferðamannastöðum miðbæjar London. Great Portland Street og Regent's Park neðanjarðarlestarstöðvarnar eru í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð. Hótelið er nálægt A501 og í c.a. 45 mínútna akstursfjarlægð frá Heathrow flugvelli. Regent's Park er stutt frá og ekki langt í verslanir á iðandi Oxford Stræti, bæði í göngufæri frá hótelinu.

Morgunverðahlaðborð er innifalið.

Athugið að hótelið býður ekki uppá þriggja manna herbergi.

Verð

Verð frá 189.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi.

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina
með því að greiða staðfestingargjald
kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum raðgreiðslur, Netgiró og PEI.
Þá þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

ICELANDAIR

Flug með Icelandair ásamt sköttum.
23 kg innritaður farangur
10 kg handfarangur samkvæmt skilmálum Icelandair.

Fararstjóri

Hafdís Viggósdóttir

Hópadeild - Sala/Ráðgjöf hafdis@visitor.is Sími 578 9888 Hafdís hefur búið víða um heim og verið fararstjóri í mörgum löndum. Góð og traust reynsla.

Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: fyrirspurn@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2023, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna