Aðventuferð til Berlínar í desember

Ferðin


Ferðin er frá fimmtudeginum 5. desember til sunnudagsins 8. desember 2024.
Verð frá kr. 159.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi.

Þetta er hópferð en gestum frjálst að gera það sem þeir vilja og engin skylda að halda hópinn en boðið er uppá spennandi jólamarkaðshopp sem er innifalið í pakkanum ásamt aukaþjónustu sem er seld sérstaklega.

Berlínurnar eru okkar samstarfsaðili í Berlín með verulega góða áralanga reynslu á að taka á móti Íslendingum sem heimsækja borgina.

JÓLAMARKAÐSHOPP
Í ferðinni er farið með gesti á mismunandi jólamarkaði í borginni og smakka á því helsta þar sem þar er boðið upp á.
Heildartími um 3- 4 klst. 
Innifalið er miði í samgöngur og allt smakk.
Þessi skoðunarferð er innifalin í hópferðinni

AUKAÞJÓNUSTA

Brot af því besta
Er stutt gönguferð, tekur um 2-2 1⁄2 klukkustundir þar sem gengið er frá aðaljárnbrautarstöðinni að Potsdamerplatz. Í ferðinni eru mörg helstu kennileiti Berlínar skoðuð eins og Brandenburgarhliðið, Reichstag og minnismerkið um helförina.
Kr. 6.900 á mann

Berlín frá byrjun
Er um 2 klst gönguferð sem farin er frá Alexanderplatz. Farið er inn í elsta kjarna Berlínar, þar sem Berlín varð til. Farið er í gegnum það hvernig borgin fór frá því að vera lítið þorp og að því að verða ein stærsta borg Evrópu. 
Kr. 6.900 á mann

Hofbrauhaus kvöldverður með hópnum
Bæversk menningarupplifun í hjarta höfuðborgar Þýskalands - Berlín.
Við tökum vel á móti þér á Alexanderplatz með girnilegum mat, upprunalegum Hofbräu bjór frá München, lifandi tónlist og þjónum í alvöru búningum. Upplifðu hreina Októberfest-stemningu með okkur 365 daga á ári!
Fjölbreyttur matseðill okkar er með allt frá hinum frægu upprunalegu hvítu pylsum frá München til svínaskanka og allt þar á milli.
Slepptu ys og þys og fáðu þér einn sveittan bjór, ferskan úr krananum að sjálfsögðu, frá frægasta brugghúsi í heimi - Hofbräu Munich.
Maturinn er settur sem hlaðborð á borðinu.
Kjúklingabringur, kálfakjöt, nautapylsa, kjúklingahnúi, kryddjurtasmjör,
Steiktar kartöflur, steikt grænmeti, sveppasósa.
Í desert er svo eftirlæti Þjóðverja, heitt Apfelstrudel, Kaiserschmarrn (rifin pönnukaka), eplabitar í deigi og vanillu kremfroða.
Verð kr. 7.900 á mann

Hótelið

Park Inn Alexanderplatz Berlín

“Íslendingahótelið” svokallaða sem stendur við verslunartorgið Alexanderplatz í gömlu austur-Berlín. Verslanir, veitingastaðir og iðandi mannlífið eru allt í kringum þetta vel staðsetta hótel.

Park Inn er 4-stjörnu úrvalshótel sem státar af þremur veitingastöðum, heilsulind og herbergjum með loftkælingu og flatskjám.

Öll herbergin og svíturnar á Park Inn Radisson Berlin Alexanderplatz eru með marmaralögð baðherbergi með kraftsturtu og hita í gólfum. Ókeypis WiFi er til staðar hvarvetna á hótelinu.

Á hótelinu er að finna gufubað, líkamsræktaraðstöðu og nuddþjónustu. Gestir geta einnig slappað af á veröndinni á efstu hæðinni en þaðan er frábært útsýni yfir miðbæ Berlínar.

Park Inn er staðsett á móti Alexanderplatz-stöðinni en þaðan eru tengingar með strætisvögnum, sporvögnum, neðanjarðarlestum og S-Bahn-lestum til allra hverfa Berlínar. Safnaeyjan og hið líflega Hackescher Markt-svæði eru í 10 mínútna göngufjarlægð.

Verð

Verð frá kr. 159.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

Visitor áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.
Náist ekki lágmarksþátttaka endurgreiðum við að fullu það sem þegar hefur verið greitt.

FLUGFÉLAG: PLAY


Flogið með PLAY.

INNIFALIÐ:
20 kg. innritaður farangur
Lítill handfarangur sem passar undir sæti.
Stærri handfarangurstösku þarf að greiða aukalega.
Séróskir um sætaval þarf einnig að greiða aukalega.

Fararstjóri

Fararstjóri frá Visitor í ferðinni.

Með í ferðinni er fararstjóri frá Visitor sem safnar farþegum saman á flugvelli erlendis og leiðir í rútuna, innritar farþega á hótel og er farþegum innan handar ef á þarf að halda. Fararstjórinn verður kynntur hér þegar nær dregur brottför.

Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: fyrirspurn@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2024, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna