Andrea Bocelli útitónleikar í Lajatico Ítalíu (UPPSELT)

Ferðin

Dagskrá ferðarinnar


25. júlí

FI590 Icelandair til Milano.
Farið í loftið kl. 08:30. Lent í Milano kl. 14:45.
Ekið til Montecatini Terme, c.a. 3,5 klst akstur.
Tékkað inná hótelið.
Frjálst kvöld.

26. júlí
Dagsferð til Flórens þar sem ensku mælandi leiðsögumaður fer með hópinn í 3 tíma gönguferð um borgina.

27. júlí - Tónleikadagurinn stóri
Frjáls dagur. Seinni partinn fer rúta með hópinn til Lajatico.
Tónleikasvæðið heitir Teatro del Silenzio sem er í Lajatico, fæðingabæ Andrea Bocelli. Hún verður vart fegurri sveitasælan og fegurðin í Toscana en á þessum slóðum að sitja umvafinn heillandi hæðum og hólum hlustandi á einn fallegasta tenór samtímans.
ATH: frá rútustæði og að tónleikasvæðinu þarf að ganga um 800 metra.
Áætlað er að tónleikarnir hefjist kl. 20:30 og ljúki rétt fyrir miðnætti.


28
. júlí
Frjáls morgun.
Síðdegis er ekið til Chianti héraðsins þar sem farið er í vínsmökkun með tilheyrandi matarsmakki.


29. júlí

Heimferðardagur. Ekið til Milano.
Flogið frá Malpensa flugvellinum í Milano.
Frá Milano kl. 15:45 og lent í Keflavík kl. 18:00.

Tónleikarnir fara fram í bænum Lajatico í stórbrotnu tónleikasvæði undir berum himni. Sætin okkar á tónleikunum er í svæði:

Category 4 - 2° Poltrona sem er merkt með gulum fleti á myndinni hér fyrir neðan.

Hótelið

Hotel Tuscany Inn

Hotel Tuscany Inn er staðsett steinsnar frá Montecatini Centro lestarstöðinni. Nútímalegt hótel, með herbergjum með gaum að þörfum gesta og afslappandi andrúmsloft sem mun gera dvöl þína fullkomna.
Hotel Tuscany Inn vel staðsett og nærliggjandi borgir eru Flórens, Pisa, Pistoia og Lucca.

Viðmót starfsfólksins er mjög gott og þau kunna ýmis tungumál og aðstoða gesti af sinni alkunni fagmennsku.

Verð

Verð frá 239.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi.

ICELANDAIR

Flug með Icelandair ásamt sköttum.
23 kg innritaður farangur
10 kg handfarangur samkvæmt skilmálum Icelandair.

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina
með því að greiða staðfestingargjald
kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum raðgreiðslur, Netgiró og PEI.
Þá þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

Fararstjóri

Guðsteinn Halldórsson

Aldrei kallaður annað en Gussi. Mikil aðdáandi enska boltans og hefur tekið að sér fararstjórn hjá Visitor síðustu ár með fótbolta- og tónleikahópferðir ásamt árshátíðarhópum.

Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: visitor@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2023, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna