EM í handbolta 12. - 15. janúar
Ferðin

Ferðin er föstudag til mánudags: 12. - 15. janúar 2024.
Innifalið í pakkaferðinni:
Flug með Icelandair.
23 kg. innritaður farangur og handfarangur.
Gisting í 3 nætur með morgunverði á 4 stjörnu hóteli.
Miði á 2 leiki.
Akstur til og frá flugvelli.
Íslensk fararstjórn.
Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvél okkar hér til vinstri.
Einnig er hægt að greiða með Netgíró.
Netgíró þarf að hringja í síma 578 9888 á milli 09-16 virka daga.
Hótelið

NH Collection Bavaria****
NH Collection München Bavaria hótelið er vel þekkt í hjarta miðborgar Munchen en margir þekkja það sem NH München Deutscher Kaiser eins og það hét eitt sinn. Aðaljárnbrautarstöðin er rétt við hótelið og það er í aðeins nokkurra mínútna göngufjarlægð frá gamla bænum. Karlsplatz (Stachus) er í aðeins 300 metra fjarlægð og Marienplatz með ráðhúsinu, Augustiner Keller og Hofbräuhaus eru einnig í nágrenninu. Byggingin sjálf var fyrsti skýjakljúfurinn í München og er enn ein hæsta byggingin í miðbænum.
Innan seilingar eru áhugaverðir staðir eins og Frauenkirche, fræga dómkirkja borgarinnar og Theresienwiese, sem er opinber samkomustaður Októberfest.
Á hótelinu eru 219 vel útbúin herbergi í nútímalegum stíl.
49" LED sjónvörp, Nespresso vélar, minibar og öryggishólf eru staðalbúnaður.
Verð
Verð frá kr. 179.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi
EM í Munchen - Sætaskipan
Sætin okkar í Ólympíuhöllinni í Munchen eru á besta stað í svæði sem heitir Q2, bleik svæði á þessari skýringarmynd.

ICELANDAIR

Flug með Icelandair ásamt sköttum.
23 kg innritaður farangur
10 kg handfarangur samkvæmt skilmálum Icelandair.
Fararstjóri

Siggi Hlö
Siggi Hlö er þaulvanur fararstjóri til 30 ára ásamt því að vera einn af eigendum Visitor ferðaskrifstofu.
578 9888