Aðventu- og jólatónleikar Andre Rieu í Maastricht

Ferðin

Gist í borginni Aachen þar sem einn flottasta jólamarkað Evrópu er að finna.



Dagskrá ferðarinnar í desember:


Fimmtudagurinn 14. desember 2023.

07:40 ICELANDAIR FI 554 til Brussel
Lent kl. 11:55.
Rúta til Aachen, 145km, c.a. 1,5 klst ferð (innifalið).
Tékkað inn á Novotel Aachen City Hotel.

Föstudagurinn 15. desember

Gönguferð sem kallast "Magical Winter" í Aachen.
Gönguferðin tekur c.a. 1,5 klst.
Ekki innifalið en hægt að kaupa aukalega fyrir kr. 3.900 á mann.

Laugardagurinn 16. desember
Tónleikakvöld, farið með rútu til MECC hallarinnar í Maastricht.
Rútuferðin tekur um 40 mín.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 en mikil dýrð fylgir því að vera mætt tímanlega til hallarinar.
Stefnt er að því að vera kominn í höllina rúmum tveimur klukkutímum áður en þeir hefjast.

Húsið opnar þremur tímum fyrir tónleika og hægt að skoða jólamarkaðinn og notið matar og drykkja fyrir tónleikana.

Frá því augnabliki sem komið er inn í höllina tekur á móti gestum óviðjafnanleg jólastemning sannkallaðs vetrarundralands.

Jólaskreytingar í öllum hornum og sannkallaður jólalandi, snjór, tvö skautasvell, risa vetrarleikmynd, rómantísk lýsing, rauð teppi, óteljandi ljós, 150 glæsilegar ljósakrónur í lofti og yfir 50 feneyskir kertastjakar.

Tónleikadagskráin einkennist af yndislegum jólalögum, rómantískum völsum og fallegum lögum frá öllum heimshornum eins og Jingle Bells, Ave Maria, Oh Holy Night, Hallelujah, Sleigh Ride og mörg fleiri.

Einstök upplifun sem þú munt aldrei gleyma!

Staðsetning sæta á tónleikum
Allir okkar farþegar sitja í svæði Q1/P1 sem er innan hvíta rammans á myndinni.



Sunnudagurinn 17. desember
Rúta til Brussel, 145km, c.a. 1,5 klst ferð (innifalið).
12:50 ICELANDAIR FI 555 til Keflavíkur.
Lent kl. 15:15 á Íslandi.

Hótelið

Novotel Aachen City Hotel

Novotel Aachen er staðsett miðsvæðis í hjarta þýsku keisaraborgarinnar, í aðeins nokkurra mínútna göngufjarlægð frá hinum sögulega gamla bæ, dómkirkjunni og ráðstefnumiðstöðinni Eurogress.

Herbergin 154 eru loftkæld, hljóðeinangruð og mjög rúmgóð, með ókeypis WIFI, sófa og te/kaffiaðstöðu í nýstárlegri hönnun.

Veitingastaður hótelsins býður upp á góðan og fjölbreyttan matseðil ásamt notalegum bar.

Slakaðu á í eimbaðinu sem er í líkamsræktarsalnum og það er með útsýni yfir borgina.

Novotel Aachen City er staðsett í hjarta Aachen.
Þetta stílhreina 4 stjörnu hótel er með 154 rúmgóð og loftkæld herbergi með ókeypis Wi-Fi Interneti.

Novotel Aachen City
Peterstrasse 66
52062 AACHEN
GERMANY
Tel: +4924151590

Hótelstaðsetning

Novotel Aachen City Hotel

Verð

Verð frá 199.800 á mann miðað við 2 saman í herbergi.

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina
með því að greiða staðfestingargjald
kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum raðgreiðslur, Netgiró og PEI.
Þá þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

ICELANDAIR

Flug með Icelandair ásamt sköttum.
23 kg innritaður farangur
10 kg handfarangur samkvæmt skilmálum Icelandair.

Andre Rieu jólatónleikar - Staðsetning sæta

Sætin okkar eru í svæði Rang 1 (Q1 og P1) sem er appelsínugult á þessari skýringarmynd innan hvíta rammans. Sætin eru í næst besta svæði hússins.

Fararstjóri

Fararstjóri frá Visitor

Með í ferðinni er fararstjóri frá Visitor sem innritar farþega á hótel, dreifir miðum á leikinn/tónleikana og er farþegum innan handar með allt þarf.

Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: visitor@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2023, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna