Richard Clayderman tónleikar í Berlín

Ferðin

Tónleikarnir fara fram í hinu virta, glæsilega og sögufræga tónleikahúsi Admiralspalast í Berlín.


DAGSKRÁ FERÐARINNAR

Miðvikudagurinn 4. október
PLAY OG700
Flogið til Berlínar kl. 05:45 frá Keflavík og lent kl. 11:20 að staðartíma.
Rúta uppá hótel frá flugvelli. (Rúta innifalin).
Tékkað inn og komið sér fyrir.
Frjálst kvöld.

Fimmtudagur 5. október
Múrtúr með Berlínunum.
Í ferðinni er farið yfir stórbrotna sögu aðskilnaðar Berlínar í austur- og vesturhluta á árunum 1961 til 1989.
Túrinn er á íslensku og tekur 3-4 klst. (Innifalið)

Föstudagur 6. október
Frjáls dagur.


Laugardagur 7. október
Tónleikadagur.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 stundvíslega. (Innifalið)
Frá Park Inn hotel eru 10 mín í leigubíl.
Farþegar koma sér sjálfir til og frá Admiralspalast tónleikahúsinu.

Sunnudagur 8. október
Heimferðardagur.
Rúta út á flugvöll. (Rúta innifalin)
PLAY OG 701
Í loftið kl. 12:10.
Lent á Íslandi kl. 13:55.

Hótelið

Park Inn Alexanderplatz Berlín

“Íslendingahótelið” svokallaða sem stendur við verslunartorgið Alexanderplatz í gömlu austur-Berlín. Verslanir, veitingastaðir og iðandi mannlífið eru allt í kringum þetta vel staðsetta hótel.

Park Inn er 4-stjörnu úrvalshótel sem státar af þremur veitingastöðum, heilsulind og herbergjum með loftkælingu og flatskjám.

Öll herbergin og svíturnar á Park Inn Radisson Berlin Alexanderplatz eru með marmaralögð baðherbergi með kraftsturtu og hita í gólfum. Ókeypis WiFi er til staðar hvarvetna á hótelinu.

Á hótelinu er að finna gufubað, líkamsræktaraðstöðu og nuddþjónustu. Gestir geta einnig slappað af á veröndinni á efstu hæðinni en þaðan er frábært útsýni yfir miðbæ Berlínar.

Park Inn er staðsett á móti Alexanderplatz-stöðinni en þaðan eru tengingar með strætisvögnum, sporvögnum, neðanjarðarlestum og S-Bahn-lestum til allra hverfa Berlínar. Safnaeyjan og hið líflega Hackescher Markt-svæði eru í 10 mínútna göngufjarlægð.

Hótelstaðsetning

Park Inn Alexanderplatz Berlín

Verð

Verð frá 219.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi.

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina
með því að greiða staðfestingargjald
kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum raðgreiðslur, Netgiró og PEI.
Þá þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

FLUGFÉLAG: PLAY


Flogið með PLAY.

INNIFALIÐ:
20 kg. innritaður farangur
Lítill handfarangur sem passar undir sæti.
Stærri handfarangurstösku þarf að greiða aukalega.
Séróskir um sætaval þarf einnig að greiða aukalega.

Fararstjóri

Siggi Hlö

Siggi Hlö er þaulvanur fararstjóri til 30 ára ásamt því að vera einn af eigendum Visitor ferðaskrifstofu.

siggi@visitor.is578 9888
Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: visitor@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2023, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna