Bruce Springsteen and the E-Street Band á Parken (UPPSELT)
Ferðin
Tónleikarnir fara fram 13. júlí á Parken í Kaupmannahöfn. Hásumar í Kóngsins Kaupmannahöfn og rosalegir tónleikar með Bruce Springsteen and the E-Street Band.

Sætin á tónleikunum:
Sætin okkar eru á besta stað í Carlsberg stúkunni.
Platinum sæti í C3 (neðra svæði) á þessari mynd.

Innifalið í pakkaferðinni:
Flug með ICELANDAIR
23 kg. innritaður farangur ásamt léttum handfarangri.
Gisting í 3 nætur með morgunverði.
Miði á tónleikana - Official Platinum Tickets.
Akstur til og frá flugvelli.
Íslensk fararstjórn.
Hótelið

The Square Hotel Kaupmannahöfn

Með áherslu á hönnun og gestrisni er The Square Hotel sérstaklega flott, stílhreint og mjög vel staðsett á besta stað í miðborg Kaupmannahafnar. Herbergin eru einkar stílhrein á þessu 4 stjörnu hóteli.
Hvort sem þú ert að heimsækja borgina í viðskiptaferð eða sem ferðamaður, þá hefur hótelið mikla sérstöðu að standa við hið þekkta Ráðhústorg.
Verslunargatan Strikið er nánast beint út úr lobbýinu og Tivoli er í stuttu göngufæri.
Strikið er lengsta verslunargata Danmerkur, sem nær frá Ráðhústorginu til Kongens Nytorv.
Þú gætir viljað staldra við í frægu sætabrauðsversluninni „La Glace“ eða á einu af kaffihúsunum við Storkespringvandet.
Þegar þú nálgast Kongens Nytorv geturðu ráfað niður nokkrar hliðargötur út frá Strikinu og rekið inn nefið í nokkrar af dýrari hönnunarverslunum borgarinnar.
Í Tivoli eru margir frábærir veitingastaðir sem geta verið fullkomin leið til að enda frábæran dag.
Verð
Verð frá 228.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi
ICELANDAIR

Flug með Icelandair ásamt sköttum.
23 kg innritaður farangur
10 kg handfarangur samkvæmt skilmálum Icelandair.
Greiðslumáti
Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina
með því að greiða staðfestingargjald
kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.
Við bjóðum raðgreiðslur, Netgiró og PEI.
Þá þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.
Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.
Fararstjóri

Óli Palli
Ólafur Páll Gunnarsson eða Óli Palli eins og flestir þekkja hann af Rás 2 er frábær fararstjóri og hefur í gegnum árin farið margar ferðir með Íslendinga á tónleika á erlendri grund. Það er fátt sem hann veit ekki um tónlist :)