Skilmálar
Skilmálar Visitor ferðaskrifstofu um skipulagðar hópferðir.
Vinsamlegast kynntu þér eftirfarandi skilmála.
Verð, verðbreytingar og skilmálar
Uppgefið verð er staðgreiðsluverð með vsk og miðast við netbókun.
Allt efni á vefnum okkar er birt með fyrirvara um innsláttarvillur.
Innifalið í verði pakkaferðar
Flug með sköttum, farangurheimildir sem auglýstar eru hverju sinni og gisting.
Afhending ferðagagna
Við greiðslu ferðar er send kvittun fyrir þeirri greiðslu sem innt var af hendi. Fullnaðargreiðslu er krafist 8-10 vikum fyrir brottfarardag (fer eftir tegund ferðar) og um leið og greiðsla berst eru send út ferðagögn (bókunarnúmer flugs og voucher fyrir hótel) ásamt ferðalýsingu og þeim upplýsingum sem þykja nauðsynlegar farþegum áður en ferð hefst.
Staðfestingargjald ferðar
Þegar ferð er pöntuð/bókuð skal greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega. Í sumum tilfellum getur staðfestingargjald verið hærra. Sé um hærra bókunargjald að ræða á það við um hópa frekar en einstaklinga, hópa sem eru að fara í dýra samsetta ferðatilhögun. Staðfestingargjöld eru ekki endurgreiðanleg og geta ekki gengið upp í aðra bókun.
Afpöntun og endurgreiðsla
Séu meira en 7 vikur í brottfarardag og ferð ekki að fullu greidd, heldur ferðaskrifstofan eftir staðfestingargjaldi kr. 40.000 per farþega.
Séu meira en 7 vikur í brottfarardag og ferð að fullu greidd, heldur ferðaskrifstofan eftir staðfestingargjaldi kr. 40.000 per farþega en endurgreiðir mismun.
Séu minna en 7 vikur í brottfarardag fæst engin endurgreiðsla.
Ef um veikindi eða slíkt að ræða er farþega/farþegum bent á að hafa samband við sitt tryggingafélag.
Ef þátttakandi mætir ekki til brottfarar á réttum tíma eða getur ekki hafið ferðina vegna skorts á gildum ferðaskilríkjum, svo sem vegabréfi, áritun þess, vottorðs vegna ónæmisaðgerða eða af öðrum ástæðum, á hann ekki rétt á endurgreiðslu ferðarinnar.
Aflýsing og breytingar á ferðaáætlun
Vegna atburða og aðstæðna sem telja má ófyrirsjáanlega og þess eðlis að ferðaskrifstofan getur á engan hátt haft áhrif á atburðarás, né afleiðingar tengdum þeim, ber ferðaskrifstofan enga ábyrgð. Í slíkum tilvikum er ferðaskrifstofunni heimilt að breyta eða aflýsa ferðinni með öllu. Geri ferðaskrifstofan breytingar á ferð áður en hún hefst skal tilkynna það farþega svo fljótt sem unnt er. Sé um verulega breytingu að ræða ber farþega að tilkynna ferðaskrifstofunni eins fljótt og unnt er hvort hann óski eftir að rifta samningnum eða gera viðbótarsamning. Sé ferð aflýst eða farþegi riftir samningi þegar um verulegar breytingar er að ræða á ferð áður en hún hefst, á farþegi rétt á að fá fulla endurgreiðslu eða taka í staðinn aðra ferð sambærilega að gæðum eða betri, ef ferðaskrifstofan getur boðið slík skipti. Ef ferðin sem boðin er í staðinn er ódýrari fær farkaupi verðmismuninn endurgreiddann. Ef ferðin er dýrari greiðir farkaupi mismuninn.
Tímasetningar sem gefnar eru upp við pöntun ferðar eru áætlaðar og geta breyst. Ferðaskrifstofunni er heimilt að aflýsa ferð, ef í ljós kemur að þátttaka er ekki næg. Tilkynna ber þátttakendum um aflýsingu eigi síðar en þremur vikum fyrir áætlaðan brottfarardag. Ferðum er vara í eina viku eða skemur má aflýsa með tveggja vikna fyrirvara. Í sérferðum gildir að lágmarksþátttaka er 10 manns nema annað sé sérstaklega tilgreint í auglýsingum eða sölubæklingum.
Forfallagjald/Sjálfsábyrgð
Ferðaskrifstofan ráðleggur öllum sínum farþegum að verða sér út um forfallatryggingu hjá tryggingafélagi.
Tryggingar
Ástæða er fyrir farþega að huga vel að tryggingamálum sínum áður en lagt er upp í langferð. Við hvetjum farþega til að kynna sér hvaða tryggingar eru innifaldar í greiðslukorti sínu. Athugið að þessar tryggingar eru mismunandi eftir tegund greiðslukorts, kynnið ykkur vel skilmála þeirra, sem má fá hjá útgefanda greiðslukortsins.
Veikindi eða slys erlendis
Kynntu þér vel bækling Tryggingastofnunar ríkisins “Veikindi eða slys í ferð erlendis – Hvaða rétt átt þú?” Bæklinginn er hægt að nálgast hjá Tryggingastofnun ríkisins eða inn á heimasíðu Tryggingastofnunar.
Flugið
Upplýsingar um brottfarar- og komutíma flugvéla fást á heimasíðu Keflavíkurflugvallar . Brottfarar- og komutímar er ætíð áætlaðir og háðir breytingum vegna veðurs, af tæknilegum, eða öðrum óviðráðanlegum orsökum. Ferðaskrifstofan ber hvorki ábyrgð né skaðabótaskyldu ef breytingar verða á flugi vegna þessa.
Farangur
Upplýsingar um leyfilegan farangur í hópferð eru kynntar í auglýsingu fyrir hverja ferð fyrir sig.
Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á skemmdum sem kunna að verða á farangri í flugi eða í öðrum farartækjum svo sem rútum og áætlunarbifreiðum. Verði skemmdir á farangri í flugvél ber farþega að fá skriflega skýrslu hjá þjónustuaðila flugfélagsins á viðkomandi flugvelli. Flugfélagið greiðir farþega bætur fyrir skemmdan farangur samkvæmt alþjóðlegum reglum og skulu bæturnar sóttar þangað. Hafi farþegi ekki látið gera tjónaskýrslu er ekki hægt að fá farangur bættan. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á ef farangur tapast eða ef hann berst farþega seint.
Akstur til eða frá gististað
Í þeim tilfellum þegar akstur er innifalinn er það sérstaklega tekið fram í upplýsingum um pakkaferð. Þar sem akstur er ekki nefndur þurfa farþegar að sjá um að koma sér til og frá gististað á eigin kostnað.
Akstur í hópferðum gerir ráð fyrir að allir farþegar ferðist saman, í sama hópferðarbíl og á sama tíma. Fararstjórar leitast við að safna okkar hóp saman, vísa þeim að rútu og aka saman til eða frá gististað. Eftir að farþegar hafa fundið sinn fararstjóra og verið vísað að hópferðarbíl en ákveða eftir það að nýta ekki aksturinn eða láta sig hverfa af öðrum ástæðum án þess að tilkynna það með formlegum hætti til fararstjóra eru eftir það á eigin vegum og bera eigin kostnað við akstur til eða frá dvalarstað.
Miðar á uppákomur, leiki og tónleika
Visitor leggur sig fram við að fá góða miða (góða staðsetningu) á uppákomur, knattspyrnuleiki og tónleika. Þegar hægt er, er staðsetning sæta kynnt sérstaklega við hverja ferð. Óskir farþega um að sitja saman er ekki alltaf hægt að uppfylla. Reynt er eftir fremsta megni að passa uppá að tengdir ferðaaðilar sitji saman. Ef það gengur ekki, þá að þeir sitji eins nálægt hver öðrum og kostur er. Mestar líkur eru að tveir, þrír eða fjórir fái að sitja saman en tekst ekki alltaf. Ef fleiri eru að ferðast saman er ekki hægt að lofa að allir sitji saman en reynt er að verða við öllum óskum eftir fremsta megni.
Afhending miða á viðburði fer fram af fararstjóra á staðnum. Tímasetning afhendingar getur verið breytileg eftir ferðum.
Börn
Börn undir 2ja ára aldri fá ekki úthlutað sæti um borð í vélunum og skulu sitja hjá foreldrum eða umsjónarmanni.
Séróskir
Ferðaskrifstofan er umboðsaðili gististaða og hefur ekki yfirráð yfir gistirými. Yfirmenn gististaðanna sjá um niðurröðun farþega í herbergi/íbúðir. Starfsfólk ferðaskrifstofunnar getur ekki ábyrgst að séróskum farþega sé fullnægt umfram það sem getið er í gistilýsingum og verðlista.
Gististaðir
Samkvæmt starfsreglum gististaða hafa hótel og íbúðahótel leyfi til að yfirbóka gistirými til að mæta eðlilegum afföllum í pöntunum. Örsjaldan kemur sú staða upp að gististaðir hafa ekki pláss fyrir alla þá viðskiptavini er eiga staðfestar pantanir. Gististaðir eru þá skyldugir til að útvega þeim viðskiptavinum, sem ekki fá inni, sambærilegan eða betri gististað. Þar sem ferðaskrifstofan er umboðsaðili ber hún ekki ábyrgð á yfirbókunum gististaða, en aðstoðar farþega að sjálfsögðu eftir föngum.
Vandamál
Komi af einhverjum ástæðum upp vandamál í ferðinni er mjög áríðandi að hafa tafarlaust samband við fararstjóra sem reynir að greiða úr hvers manns vanda eða senda tölvupóst á fyrirspurn@visitor.is. Þeir munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa málið á staðnum. Ef það tekst ekki getur farþeginn sent skriflega kvörtun um málið til ferðaskrifstofunnar í síðasta lagi innan mánaðar frá því að ferð lauk í samræmi við almenna ferðaskilmála Samtaka ferðaþjónustunnar. Nefnd sú er meðhöndlar og afgreiðir kvörtunarmál ferðaskrifstofunnar mun afla nauðsynlegra gagna, fá skýrslu frá fararstjóra og yfirfara málið. Þegar málið er afgreitt fær viðkomandi senda skriflega niðurstöðu. Ef farþegi kemur ekki kvörtun sinni á framfæri við fararstjóra meðan á ferð stendur, hefur hann fyrirgert rétti sínum til hugsanlegra bóta. Vinsamlegast athugið að til að athugasemdir farþega fái eðlilega afgreiðslu skulu þær lagðar fram skriflega á þennan hátt fyrirspurn@visitor.is. Sé þetta ekki gert strax sér ferðaskrifstofan sér ekki fært að svara athugasemdum formlega eða leiðrétta það sem útaf ber.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Notkun á persónuupplýsingum
Sendingar úr kerfi Visitor ferðaskrifstofu kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunnarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.
Vegabréf og áritanir
Upplýsingar um áritanir er á heimasíðu Útlendingaeftirlitsins.
https://www.utl.is/index.php/vegabrefsaritanir
Upplýsingar um vegabréf eru á heimasíðu Þjóðskrár.
https://www.skra.is/thjonusta/vegabref-og-skilriki/sott-um-vegabref
Tollfrjáls innflutningur
Sjá heimasíðu Tollstjóra.
https://www.tollur.is/einstaklingar/oft-spurt-um/spurt-og-svarad-tollar/ferdamenn/tollfrjalst
Lög og varnarþing
Um þjónustuviðskipti gilda skilmálar sem skilgreindir eru í lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000. Varnarþing Vistra ehf. er í Kópavogi.
Rekstraraðili visitor.is (Visitor ferðaskrifstofa)
Vistra ehf.
Hamraborg 20A
200 Kópavogur
ÍSLAND
Kt. 521108-0880
Vsk.nr. 99592
visitor@visitor.is