Hlaupaferð - Tossa de Mar

Ferðin

Hlaupanámskeið með Hreiðari Júlíussyni hlaupaþjálfara og Ragnhildi Aðalsteinsdóttur fararstjóra og hlaupara. Dvalið verður á glænýju fjögurra stjörnu hóteli í strandbænum Tossa de Mar norðan við Barcelóna og hlaupið í stórbrotnu umhverfi þessa fallega staðar.



DAGSKRÁ – með fyrirvara um breytingar

DAGUR 1  (4. október, ferðadagur)
Flogið með PLAY frá Íslandi kl. 14:50 og lent kl. 21:10 í Barcelóna.
Rútuferð til Tossa de Mar á Hotel GHT Sa Riera tekur um eina og hálfa klukkustund.
Við komuna á hótel bíður kvöldhressing.

DAGUR 2  (5. október)
9.00 Farið yfir dagskrá vikunnar, hópurinn kynnist og hlaupinn stuttur hringur til að hrista burtu flugþreytuna.

11.00-13.00 Hádegishlé.

13.00 Hlaupatækniæfingar, stíll og skrefatíðni.
Hlaupum stuttan hring í Tossa de Mar og kynnumst bænum betur.

Síðdegi og kvöld – frjálst.

DAGUR 3 (6. október)
9.00 Vinnustofa um álagsstjórnun á æfingum og í keppnum.
10.00 Hlaupatækniæfingar, finnum mjólkursýruþröskuld og hámarkspúls (nálgun).

11.00-13.00 Hádegishlé.

13.00 Hlaupin flott 8-12 km leið með glæsilegu útsýni í hæðunum fyrir ofan Tossa de Mar og meðfram ströndinni.
Skipt í tvo hópa eftir hraða þátttakenda.

Síðdegi og kvöld – frjálst.

DAGUR 4  (7. október)
9.00 Vinnustofa um búnað hlaupara, skó og fleira.
10.00 Hlaupatækniæfingar og léttar styrktaræfingar.
11.00-13.00 Hádegishlé.

13.00 Hlaupin 10-15 km leið í nágrenni Tossa de Mar í gegnum skóglendi og fornar rústir. Skipt í tvo hópa eftir hraða þátttakenda.

Síðdegi og kvöld – frjálst.

DAGUR 5  (8. október)
Einstaklingsviðtöl og leiðbeiningar fyrir þau sem vilja.
Skráningarfyrirkomulag kynnt þegar nær dregur.

Annars frjáls dagur.

DAGUR 6  (9. október)
9.00 Vinnustofa um næringu á æfingatímabili og í keppni.
10.00 Hlaupatækniæfingar með áherslu á skrefalengd og brekkur.
11.00-13.00 Hádegishlé.

13.00 Lengsti hlaupatúrinn í ferðinni, 15-25 km þar sem heimsóttir verða nærliggjandi bæir. Skipt í tvo hópa eftir hraða þátttakenda.

Síðdegi og kvöld – frjálst.

DAGUR 7 (10. október)
9.00 Vinnustofa um helstu meiðsli og viðbrögð.
10.00 Hlaupatækniæfingar og léttar styrktaræfingar.

11.00-13.00 Hádegishlé.

13.00 Tökum þægilega hlaupaæfingu í um það bil 60 mínútur um flotta uppáhaldsstíga.

Síðdegi frjálst.

19.00 Sameiginlegur lokakvöldverður fyrir þau sem vilja á nærliggjandi veitingastað.

DAGUR 8 (11. október heimferðardagur)
Skráum okkur út af hótelinu, rútan sækir okkur kl. 10.00 og ekur með okkur í miðbæ Barcelóna. Þar er frjáls tími til kl. 18.30 þegar rútan sækir okkur og ekur okkur á flugvöllinn.
Flogið með PLAY og farið loftið frá Barcelona kl. 22:10,
lent á Íslandi kl. 00:45.

INNIFALIÐ
Flug, ferðir til og frá flugvelli, gisting með morgunverði, skattur, öll hlaupadagskrá og námskeið.



Um Tossa de Mar
Tossa de Mar er lítill og rólegur bær sem stendur við hvíta strönd milli tignarlegra kletta. Þar má finna merkar minjar og við ströndina eru virðulegur rómverskur kastali og viti sem setja sterkan svip á staðinn. Fallegar göngugötur eru í bænum og þar má finna afbragðs veitingastaði. Sjórinn er einstaklega tær og hentar vel fyrir þau sem hafa áhuga á köfun og að snorkla. Annað vatnasport eins og hjólabátar, sjóskíði róðrarbretti (e.paddle board) er einnig í boði.

Bærinn er staðsettur við hina margrómuðu Costa Brava-strönd sem er nyrst spænsku Miðjarðarhafsstrandanna sem liggur frá Barcelóna upp að landamærum Spánar og Frakklands, rúmlega 200 kílómetrar að lengd. Tossa de Mar er nokkurn vegin mitt á milli Barcelóna og landamæranna. Costa Brava er í nálægð við Pýreneafjöllin, býður upp á ríka sögu, fjölbreytta afþreyingu og dásamlegt landslag. Hvítar strendur milli fagurra klettabelta einkenna svæðið.

Í aðeins 10 km fjarlægð frá Tossa de Mar er bærinn Lloret de Mar en þar er að finna fjörugt skemmtanalíf og meira úrval af veitingastöðum og verslunum. Þar er lifandi næturlíf með diskótekum og skemmtistöðum við aðalgötuna í bænum.

Margar fallegar hlaupa- og gönguleiðir eru í kringum Tossa de Mar og nærliggjandi bæi.

Hótelið

Hotel GHT Sa Riera

Hótel GHT Sa Riera er glænýtt 4 stjörnu hótel í Tossa de Mar.
Það er á frábærum stað í miðbænum, mjög nálægt verslunarkjarna bæjarins og ströndinni. Þetta er stílhreint og nútímalegt hótel, alveg tilvalið til að njóta á í sólinni.
Glæsilegur og notalegur sundlaugargarður.

Verð

Verð frá kr. 215.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

Visitor áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.

FLUGFÉLAG: PLAY


Flogið með PLAY.

INNIFALIÐ:
20 kg. innritaður farangur
Lítill handfarangur sem passar undir sæti.
Stærri handfarangurstösku þarf að greiða aukalega.
Séróskir um sætaval þarf einnig að greiða aukalega.

Fararstjórar

Hreiðar Júlíusson

Hreiðar Júlíusson hefur verið aðalþjálfari Skokkhóps Hauka í Hafnarfirði síðustu sjö árin auk þess að þjálfa hjá öðrum hlaupahópum. Síðustu ár hefur hann boðið upp á hlaupastílsgreiningar hjá Fætur toga og hefur fulla trú á að hlaup með góðri tækni auki ánægjuna á hlaupum, minnki líkur á meiðslum og bæti árangur. Hann er sjálfur langhlaupari, hefur farið fjórtán maraþon, Laugaveginn fimm sinnum auk fjölda annara hlaupa. Hreiðar starfar annars við kvikmyndagerð og markaðsmál, er búsettur í Hafnarfirði, er giftur og á þrjú uppkomin börn.

hopar@visitor.is

Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Ragnhildur Aðalsteinsdóttir hefur starfað við leiðsögn og fararstjórn síðan hún útskrifaðist úr Leiðsöguskólanum í MK vorið 2021. Auk þess er hún blaðamaður og ljósmyndari og starfaði lengi á þeim vettvangi fyrir Birtíng útgáfufélag. Hún hefur mikinn áhuga á útivist og stundar fjallgöngur, utanvegahlaup og gönguskíði. Hún hefur æft með hlaupahópi FH síðan 2011 og tekið þátt í fjölmörgum hlaupum með áherslu á að njóta en ekki þjóta. Ragnhildur býr í Hafnarfirði, er gift og á tvo syni.

Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: fyrirspurn@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2024, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna