Draumaferð til Ítalíu: Carmen, Gardavatn og Valpolicella (4 sæti laus)

Ferðin

Ferðin er fimmtudaginn 4. til mánudagsins 8. júlí 2024.

Ein vinsælasta ópera heims, Carmen í útileikhúsinu í Verona undir berum himni.

Bátsferð um Gardavatn. Siglt er frá bænum Sirmione sem er við suðurhluta vatnsins.

Vínsmökkum í Valpolicella vínhéraðinu ásamt kvöldverði.

DAGSKRÁ FERÐARINNAR:

4. júlí - Fimmtudagur
Flogið með Icelandair til Malpensa flugvallar í Milano.
Frá Íslandi kl. 08:30.
Lent í Milano kl. 14:45.
Ekið að hóteli í Verona. C.a. 2 klst akstur.
Frjálst kvöld.

5. júlí - Föstudagur
Frjáls dagur.
Óperan Carmen um kvöldið.
Rúta flytur hópinn til og frá óperuhöllinni.
Enskumælandi ítalskur leiðsögumaður með í för.
Sætin okkar eru Poltronissima Silver miðar, vel staðsettir - sjá hring utan um svæðið á skýringarmyndinni.



6. júlí - laugardagur
Frjáls dagur fram eftir degi.
Um kvöldið/seinni partinn er haldið til Valpolicella vínhéraðsins.
Vínsmakk og kynning ásamt kvöldverði.
Enskumælandi ítalskur leiðsögumaður með í för.

7. júlí - sunnudagur
Haldið til Lake Garda South.
Enskumælandi ítalskur leiðsögumaður með í för.
Siglt í um klukkutíma um Sirmione skagann.

8. júlí - mánudagur
Heimferðardagur.
Flogið frá Milano með Icelandair.
Í loftið kl. 15:45.
Lent heima á Íslandi kl. 18:00.

Hótelið

Hotel Leopardi Verona****

Hotel Leopardi opnaði 27. júní 1984.
Í gegnum árin hefur hótelið verið gert upp reglulega til að viðhalda þeim stöðlum sem við stöndum fyrir.

Nafnið Hotel Leopardi er tekið frá einum af merkustu rithöfundum Ítalíu á nítjándu öld. Í raun og veru er Leopardi líka nafn götunnar þar sem við erum staðsett til að auðveldara sé að finna okkur.

Stór og þægileg herbergi.
Afbragðsgóður veitingastaður er á hótelinu, La Ginestra, með fisk- og kjötsérréttum, ekki aðeins fyrir hótelgesti heldur einnig fyrir vini og nágranna í Verona.

Dekur og nuddmeðferðir er að finna í Intilia heilsulindinni.
Hótelið er ekki langt frá hinum sögulega miðbæ Verona og aðeins 400 metrum frá San Zeno basilíkunni.

Við erum reyklaust hótel.

Verð

Verð frá 249.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi.

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

Visitor áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.

ICELANDAIR

Flug með Icelandair ásamt sköttum.
23 kg innritaður farangur
10 kg handfarangur samkvæmt skilmálum Icelandair.

Fararstjóri

Guðsteinn Halldórsson

Aldrei kallaður annað en Gussi. Mikil aðdáandi enska boltans og hefur tekið að sér fararstjórn hjá Visitor síðustu ár með fótbolta- og tónleikahópferðir ásamt árshátíðarhópum.

Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: fyrirspurn@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2024, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna