Knattspyrnuskóli Visitor í Bolton 2024

Ferðin

Knattspyrnuskóli Visitor í Bolton útborg Manchester á Englandi.
Ferðin er vikuferð sumarið 2024.
Ferðast er út til Bolton 24. júlí og flogið heim 31. júlí.

Flesta dagana er æft tvisvar á dag við frábærar aðstæður á æfingasvæðinu í Bolton, þar sem Íslendingar eru í miklum metum.

Einnig er farið í skemmtilegar skoðanarferðir, farið verður á fótboltasafnið í Manchester, stutt er í verslunarmiðstöð þar sem finna má ýmsa afþreyingu.

Spilaðir eru einn til tveir leikir gegn liðum frá svæðinu.

Þjálfararnir í skólanum koma frá Bolton og eru allir með A og B UEFA þjálfararéttindi.
Skólinn er fyrir pilta á aldrinum 13 – 16 ára (2011 - 2008).
9 æfingar og tveir leikir undir handleiðslu toppþjálfara.

Jón Daði Böðvarsson íslenski atvinnumaðurinn í liði Bolton hitti strákana og áritaði treyjur og spjallaði við þá í dágóða stund.

Hótelið

Bolton Stadium Hotel

Hótelið er staðsett og samtengt University of Bolton Stadium vellinum, aðalvelli knattspyrnuliðsins Bolton. Í gamla daga þekktu flestir þennan völl sem Reebok Stadium. Afskaplega huggulegt og frábært fyrir unga og upprennandi knattspyrnusnillinga. Í tveggja mínútna göngufæri við völlinn er verslunarmiðstöð með öllum helstu verslunum, veitingastöðum, kvikmyndahúsum og keilusal. Mikið líf og fjör.

Verð

Verð kr. 279.900 per dreng. Gist er í 2-3 manna herbergjum.

Innifalið - Bolton skóli

Innifalið í ferðinni:

Flug með Icelandair ásamt sköttum

23 kg. innritaður farangur og lítill handfarangur samkvæmt skilmálum Icelandair

9 æfingar og tveir leikir undir handleiðslu toppþjálfara

2 fyrirlestrar

Gisting með fullu fæði í 2 – 3 ja manna herbergum

Aðgangur á fótboltasafnið í Manchester og skoðunarferð um Bolton leikvanginn.

Akstur til og frá flugvelli

Íslensk fararstjórn

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

Visitor áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.

Fararstjóri

Þorsteinn Halldórsson

Steini hefur síðustu ár verið aðalfararstjóri og umsjónarmaður Fótboltaskóla Visitor í Bolton. Það eru ekki bara krakkarnir sjálfir sem elska Steina, foreldrar hrósa honum mikið líka og sérstaklega vegna þess að það er röð og regla á hlutunum :)

Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: fyrirspurn@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2024, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna