Liverpool - Aston Villa

31. október - 3. nóvember 2025

Liverpool - Aston Villa

31. október - 3. nóvember 2025

Gallery image 1

Ferðin er frá föstudeginum 31. október til mánudagsins 3. nóvember 2025.

Óstaðfestur leikdagur er laugardaginn 1. nóvember 2025.
Enska knattspyrnusambandi staðfestir leikdaginn c.a. 7 vikum fyrir leikdag og þá geta leikir færst milli daga.

Ábending til ferðalanga til Bretlands:

ALLIR þurfa að vera með ETA rafræna ferðaheimild til UK, líka þeir sem fara í tengiflugi um Bretland.
Hér er allt um þetta: www.visitor.is/eta

Innifalið í pakkaferðinni:
Flug með PLAY ásamt sköttum.
20 kg. innritaður farangur og lítill handfarangur (ekki Cabin Bag).
Gisting í 3 nætur með morgunverði á 4 stjörnu hóteli.
Miði á leikinn.
Akstur til og frá flugvelli.
Íslensk fararstjórn.

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvél okkar hér til vinstri.

Einnig er hægt að greiða með Netgíró.
Netgíró þarf að hringja í síma 578 9888 á milli 09-16 virka daga.

Hótelið

Hotel image

Leonardo Hotel Liverpool

Leonardo Hotel Liverpool

Gist er á glæsilegu og vel staðsettu Leonardo Hotel Liverpool sem er 4 stjörnu hótel og er beint á móti Echo Arena tónleikahöllinni. Frá hótelinu er stutt yfir á hafnarsvæðið "Albert Docks" þar sem finna má marga góða veitingarstaði, fjölbreytta pöbba, söfn og verslanir. Frá hótelinu er 10 mínútna rölt að Central lestastöðinni.

Morgunverður er innifalinn.

Björt, nútímaleg svefnherbergi með góðum rúmum, stórum flatskjásjónvörpum og rúmgóðu baðherbergi ásamt te- og kaffiaðstöðu.
Ókeypis Wi-Fi aðgangur og morgunverðarhlaðborð innifalið.

GOTT AÐ VITA:
Á hótelum eru almennt tveggja manna herbergi:
Double (hjónarúm), Twin (tvö aðskilin eins manns rúm).
Sum hótel bjóða uppá þriggja manna herbergi sem eru herbergi með hjónarúmi og auka bedda. Þriggja manna herbergi eru eingöngu ætluð fyrir tvo fullorðna sem sofa í sama rúmi og gest yngri en 14 ára sem sefur á beddanum.
Þriggja manna herbergi á Leonardo Liverpool eru alls ekki fyrir 3 fullorðna.

Leonardo Hotel Liverpool
31 Keel Wharf, Liverpool, L3 4FN
Tel: +44 151 244 3777

Verð

Verð frá 229.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi.

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

Visitor áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.
Náist ekki lágmarksþátttaka endurgreiðum við að fullu það sem þegar hefur verið greitt.

Anfield sæti - Brodies

Upplifðu Anfield Hospitality!

Miðar á þennan leik innihalda hospitality aðgang að Brodies Sports Bar, þar sem stemningin nær hámarki. Innifalið er "Street-food" matur, drykkir í hálfleik og heimsókn frá fyrrverandi LFC leikmanni – allt áður en þú sest í sætið þitt á Anfield Road Stand.

  • Miði á leikinn í Anfield Road Stand (Upper Tier)
  • Aðgangur að Brodies Sports Bar fyrir og eftir leik
  • Street-food og drykkur í hálfleik
  • Aðgangur að bar sem selur godrykki, bjór og sterka drykki
  • Heimsókn frá fyrrverandi LFC leikmanni

    Sætin okkar á þessum leik eru í nýju stúkunni, Anfield Road Stand - Upper Tier, sem eru merkt dökk fjólublá á þessari mynd.

    Reynt er eftir fremsta megni að fólk sitji saman. Tveir eða fjórir saman er oftast lítið mál, þrír eða fimm saman getur reynst erfitt og því er aldrei lofað 100% fyrirfram.

FLUGFÉLAG: PLAY


Flogið með PLAY.

INNIFALIÐ:
Innrituð 20 kg taska.
Léttur handfarangur sem passar undir sætið fyrir framan þig (EKKI CABIN TASKA).
Stærri handfarangurstösku (cabin bag) þarf að greiða aukalega.
Séróskir um sætaval þarf einnig að greiða aukalega.

Fararstjóri

Leon Pétursson

Leon Pétursson

Leon Pétursson
Hefur verið knattspyrnuþjálfari yngri flokka um árabil. Þekkir enska boltann út og inn. Flottur og skemmtilegur fararstjóri.

[@portabletext/react] Unknown block type "undefined", specify a component for it in the `components.types` prop

Visitor er ferðaþjóusta sem rokkar

@ 2025 Visitor Travel Agency