Áramót í Selva - Skíðaferð (Ski in / Ski out)

Ferðin

Selva Val Gardena – Stærsta samtengda skíðasvæði Evrópu
Ski in - Ski out hótel.

Ferðin er laugadaginn 28. desember 2024 til 4. janúar 2025.

Ferð sem hentar vel fyrir fjölskyldur þar sem hótelið býður uppá 3ja og 4ra manna herbergi!

Hinn stórkostlegi bær, Selva Val Gardena, er staðsettur í Suður-Týról og tekur rútuferðin frá Innsbruck um 2 klukkutíma.

Skíðasvæðið í Selva er skíðaparadís fyrir byrjendur og lengra komna með fjölbreyttar brekkur og hentar mjög vel fyrir barnafjölskyldur.

Í Val Gardena geturðu líka upplifað lengstu skíðabrekku Suður-Týróls, "La Longia", sem er meira en 10 km löng, með 1.273 m hækkun og nær frá Seceda-fjalli til Ortisei.
Dolomites Val Gardena / Seiser Alm skíðasvæðið er hluti af Dolomiti Superski sem er stærsta samtengda skíðasvæði í Evrópu og er hægt að nálgast öll svæðin með einum skíðapassa. Frá Selva Val Gardena, geturðu líka rennt inní Sellaronda skíðahringinn sem mun veita þér ógleymanlega upplifun á Sella-fjallinu.

Í fjallinu eru margir fjölbreyttir og skemmtilegir veitingastaðir og að loknum skíðadegi tekur við skemmtileg stemmning í bænum með fjöldann allan af veitingastöðum sem bjóða uppá skemmtilega blöndu af ítalskri og austurrískri matargerð. Í bænum er auk þessa skemmtistaðir, barir og krár í bænum sem taka á móti þreyttum skíðamönnum í Apré ski.

Það er skíðaskóli á svæðinu sem væri gott að bóka áður en mætt er á svæðið auk þess sem það eru skíðaleigur á hverju horni og getum við aðstoða með það.

Hátíðarkvöldverður verður í boði 1. janúar, þar verður boðið uppá léttan fordrykk og þriggja rétta máltíð að hætti okkar Íslendinga.


INNIFALIÐ:
Flug, gisting með morgunverði, rúta til og frá flugvelli.
Léttur kvöldverður við komu á hótelið.
Gala kvöldverður á Nýárskvöld 1. janúar 2025.

EKKI INNIFALIÐ:
Skíðapassi.
Hádegis- og kvöldverðir (annað en það sem stendur hér að ofan), drykkir, ferða- slysa- og farangurstrygging.
Skíðapokar (auka farangur).



FLUGIÐ:
Flogið til Innbruck með ICELANDAIR.
Ein taska 23kg innritaður farangur.
Lítill handfarangur sem passar undir sæti.
Skíðapoki kostar aukalega kr. 10.40 á mann fram og til baka.

ICELANDAIR
Flug FI-576
Laugardaginn 28. desember.
Frá Keflavík kl 12:15 og lent í Innsbruck kl 17:37

ICELANDAIR
Flug FI-577
Laugardaginn 4. janúar.
röttför frá Innsbruck kl 18:45 og lent í Keflavík 22:20

Lágmarksþátttaka í ferðina eru 18 manns.

Hótelið

Hotel Solaia***

Hotel Solaia er snyrtilegt og kósý þriggja stjörnu hótel í Selva sem er staðsett í 1563 m hæð og umkringt stórkostlegu landslagi Dólómítafjalla í Norðaustur Ítalíu og tilheyra suður-Ölpunum. Þetta er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn í Suður-Týról. Íbúar Selva eru 2.600 og gríðarlega falleg náttúran laðar að fjölda náttúruunnenda sem nýta svæðið fyrir gönguferðir, fjallaferðir og fjallahjólaleiðir á sumrin og kílómetra af brekkum á veturna, auk fjölmargra annarrar vetrarafþreyingar eins og sleða.

Eftir góðan skíðadag er hægt að slaka á í gufubaðinu okkar eða innisundlauginni eða halda sér í formi í vel búnu líkamsræktarstöðinni okkar.

Verð

Verð frá kr. 339.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi.

ICELANDAIR

Flug með Icelandair ásamt sköttum.
23 kg innritaður farangur
10 kg handfarangur samkvæmt skilmálum Icelandair.

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

Visitor áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.

Fararstjóri

Björgvin & Kristinn - Skíðakóngarnir

Björgvin og Kristinn Óli eru þaulvanir skíðamenn sem hafa farið víða um Alpana og þekkja Selva svæðið mjög vel. Margar brekkur, mörg erfiðleikastig. Þeir aðstoða með allt saman!

hopar@visitor.is
Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: fyrirspurn@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2024, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna