Um Visitor

Visitor er ferðaskrifstofa með fulla þjónustu við einstaklinga og fyrirtæki. Visitor hefur áralanga reynslu í bókunum og skipulagningu viðskipta- og hópferða um allan heim. Hvort sem viðskiptavinir eru litlir eða stórir getur Visitor veitt persónulega þjónustu þar sem sérstök áhersla er lögð á að finna hagstæð verð og þægilegar ferðaáætlanir í þeim fargjaldafrumskógi sem flugfélög og hótelkeðjur bjóða upp á.

Visitor ferðaskrifstofa er beintengd við hið alþjóðlega bókunarkerfi Amadeus sem veitir beinan aðgang að bestu gjöldum flestra flugfélaga, bílaleiga og hótelkeðja heimsins! Fyrir utan það að fá alltaf besta mögulega verð sem almenningur sér oftast ekki á netinu, þá eru sumir sem vilja ekki eða treysta sér ekki til að bóka sínar ferðir á netinu en reynsla okkar hjá Visitor hjálpar þér - hugsaðu þér þinn eigin tímasparnað.

Starfsleyfi

Skv lögum nr. 73/2005, III. kafli, 8 gr. Þeim einum er heimilt að hafa orðið ferðaskipuleggjandi eða ferðaskrifstofa í nafni starfsemi sinnar sem hlotið hefur leyfi samkvæmt lögum þessum.
Visitor.is (Vistra ehf, kt. 521108-0880) hefur starfsleyfi Ferðamálastofu og Samgönguráðuneytis Íslands til að starfa sem ferðskrifstofa skv. lögum um skipan ferðamála nr. 73 frá 24. maí 2005.
http://www.althingi.is/lagas/nuna/2005073.html

Starfsleyfi
Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: fyrirspurn@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2023, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna