Persónuverndastefna Visitors

Hér fyrir neðan má lesa um hvernig farið er með þau persónugögn við kunnum að afla og með hvaða hætti þau eru notuð.

Við störfum samkvæmt gildandi lögum um rekstur ferðaskrifstofa með leyfi frá Ferðamálastofu og okkar verkferlar unnir með íslensk persónuverndarlög að leiðarljósi

1. UM OKKUR

Vörumerkið Visitor ferðaskrifstofa er rekið af Vistra ehf., kt. 521108-0880. Skrifstofur okkar eru að Hlíðasmára 8 í Kópavogi.

Vakni spurningar eða þörf fyrir athugasemdir um meðhöndlun ferðaskrifstofunnar á persónuupplýsingum má hafa samband við okkur á netfangið siggi@visitor.is

2. ÞEGAR VEFUR OKKAR ER NOTAÐUR

Við notum ólíka tækni við söfnun og geymslu upplýsinga þegar vefurinn okkar er notaður, þ.á.m. fótspor (e. cookies). Fótsporum er komið fyrir í vafranum í þeim tilgangi að hámarka virkni vefsins og að gera um leið upplifun notenda sem besta.

Þær kökur sem síðan kann að nota eru eftirfarandi:

ARRAffinitySameSite er nauðsynleg kaka fyrir bókunnargáttina sem heldur notandanum í sama ferlinu þrátt fyrir "refresh" og kemur því í veg fyrir að hefja þurfi ferlið uppá nýtt ef tenging misheppnast.

_ga
er kaka frá "Google Analytics" sem gefur okkur tölfræði um heimsóknir og nálgun á síðuna.

_fbp
er kaka frá "Facebook Pixel" sem gefur okkur tölfræði útfrá markaðsherferðum. Um geymslu gagnanna sem facebook pixel safnar má lesa hérna https://www.facebook.com/policies/cookies

CookieConsent er kaka sem einungis er notuð til að muna að cookie bannerinn vakti athygli notandans og er því ekki sýndur aftur að óþörfu.

3. ALMENN FYRIRSPURN OG FYRIRSPURN VEGNA SÉRHÓPA

Á vefnum er að finna form fyrir fyrirspurnir. Þegar slíkar fyrirspurnir berast er óskað eftir nafni, netfangi og öðrum upplýsingum sem þurfa svo hægt sé að vinna úr erindinu.

4. BÓKUÐ FERÐ Á VEFNUM

Þegar ferð er bókuð á vefnum er spurt um nafn, kyn, kennitölu, heimilsfang, farsíma, heimasíma, netfang, kreditkortaupplýsingar og í sumum tilfellum vegabréfsupplýsingar.

Upplýsingarnar eru notaðar til að meðhöndla greiðslu, vinna að bókuninni, í öryggisskyni meðan á ferð stendur, til þess að framfylgja lögum og reglum á Íslandi sem og þess lands sem ferðast er til. Þörf er á ofangreindum upplýsingum til þess að ganga frá sölu og bókun ferða.

Sumum þessara upplýsinga er deilt til fararstjóra, birgja í keyptri ferð, t.d. hótel og flugfélag sem og viðeigandi yfirvalda t.d. vegna landamæraeftirlits. Við öflum samþykkis ef til þess kemur að deila eigi nafnalistum til fleiri aðila.

Upplýsingar ferðakaupenda eru vistaðar á öruggum vefþjónum í kerfum hjá þriðja aðila innan EES svæðisins. Kreditkortaupplýsingar þínar eru sendar til þriðja aðila, vinnsluaðila, sem staðsettur er á Íslandi og vottaður með PCI DSS vottun en til að uppfylla þá vottun þarf að standast viðeigandi öryggiskröfur í meðhöndlun gagnanna. Við geymum engar kreditkortaupplýsingar í okkar kerfum.

Persónuupplýsingar ferðakaupenda eru hvorki notaðar til að taka sjálfvirkar ákvarðanir né vinna persónusnið (lög nr. 90, 27.júní, 2018, 22.gr.).

Upplýsingar ferðakaupenda eru geymdar eins lengi og þörf krefur vegna íslenskra laga og til að geta brugðist við ágreiningi og kröfum vegna ferðar. Eftir þann tíma er persónugreinanlegum gögnum eytt en ópersónulegum gögnum haldið eftir í þeim tilgangi að halda utan um sögu og tölfræði fyrirtækisins.

5. FRÉTTABRÉF - RAFRÆNT

Þegar fólk skráir sig á póstlista okkar er beðið um nafn og netfang og heimilisfang. Þessar upplýsingar fara ekki undir neinum kringumstæðum til þriðja aðila.

6. GJAFABRÉF

Þegar kaup á gjafabréfi eru gerð er beðið um nafn, netfang og kreditkortaupplýsingar. Upplýsingarnar eru notaðar til þess að staðfesta kortaupplýsingar svo ganga megi frá sölu, ljúka söluferli og senda gjafabréf.

Veittar upplýsingar eru vistaðar á öruggum vefþjónum í kerfum hjá þriðja aðila innan EES svæðisins.

Kreditkortaupplýsingar eru sendar þriðja aðila sem staðsettur er hér í landi til að ljúka viðskiptum. Sá aðili er vottaður með PCI DSS (staðall greiðslukortafyrirtækja). Við geymum engar kreditkortaupplýsingar.

Persónuupplýsingar kaupenda eru hvorki notaðar til að taka sjálfvirkar ákvarðanir né vinna persónusnið (lög nr. 90, 27.júní, 2018, 22.gr.).

Upplýsingarnar eru geymdar eins lengi og þörf krefur til að uppfylla íslensk lög og til að geta rakið stöðu gjafabréfa. Eftir þann tíma er persónugreinanlegum gögnum eytt en ópersónugreinanlegum gögnum haldið eftir í þeim tilgangi að halda utan um sögu og tölfræði fyrirtækisins.

7. RÉTTINDI HINS SKRÁÐA

Skráður einstaklingur hjá ferðaskrifstofunni á rétt á að fá upplýsingar um hvaða persónugögn eru varðveitt hjá ferðaskrifstofunni og hefur sömuleiðis rétt að fá þau leiðrétt séu þau röng. Í þeim tilfellum sem skrifstofan hefur aflað samþykkis á vinnslu persónugagna hefur skráður einstaklingur rétt á að taka það leyfi til baka hvenær sem er.

Þegar ferðaskrifstofan annast vinnslu á gögnum vegna samnings eða samþykkis, hefur skráður einstaklingur rétt á að óska eftir afriti af persónugögnunum.

Notandi getur farið fram á að gögnum hans sé eytt ef ferðaskrifstofan annast vinnslu á gögnum eða brýnna hagsmuna.

Ef notandi telur vinnu ferðaskrifstofunnar með persónuleg gögn sín ekki vera með löglegum hætti getur hann krafist þess að sú vinna hætti tafarlaust.

Komi til þessa óskar ferðaskrifstofan eftir því að haft verði samband í samræmi við gefnar upplýsingar í 1. kafla þessarar persónuverndarstefnu.

8. RÉTTUR TIL KVARTANA

Óski notandi eftir því að bera fram kvörtun kjósum við að hann hafi samband við okkur frá upphafi svo okkur gefist tækifæri til að bregðast við henni. Notandi hefur rétt til að koma henni umsvifalaust til Persónuverndar.

9. UPPFÆRSLUR Á PERSÓNUVERNDARSTEFNU OKKAR

Reglulega verður Persónuverndarstefna okkar endurskoðuð og uppfærð ef ástæða er til. Ef til þess kemur að við viljum nota gögn notenda á annan hátt en fram hefur komið mun samband verða haft við notendur til að láta þá vita og leita eftir samþykki þeirra ef notkun er þess eðlis að þess sé þörf.

Við uppfærum útgáfudag stefnunnar í hvert sinn sem henni er breytt.

Útgáfudagur 19.02.2021.

Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: fyrirspurn@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2024, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna