Brighton

Stutt flug, mikið stuð!

Brighton – Litrík strandperla á suðurströnd Englands
Brighton er skemmtileg og lífleg strandborg á suðurströnd Englands – tilvalin fyrir árshátíðarferð þar sem sameinast afslöppun, skemmtun og bresk menning. Borgin er þekkt fyrir frjálslegt andrúmsloft, góða veitingastaði og fjölbreytta afþreyingu.

Upplifðu Brighton, aðeins klukkutíma frá London – strandbær sem sameinar breskan sjarma, lifandi menningu og einstaka stemningu. Gakktu um þröngar verslunargötur í The Lanes, njóttu útsýnisins úr i360 turninum, heimsæktu ævintýralega Royal Pavilion og slakaðu á við líflega Brighton Beach.

Borgin er fræg fyrir fjölbreytt matarúrval, fyrst og fremst vegan- og grænmetisvæna veitingastaði, og býður upp á næturlíf sem fær alla til að dansa. Hátíðirnar – allt frá Brighton Festival í maí til litríks Pride í ágúst – gera borgina enn meira spennandi.

Brighton er tilvalinn áfangastaður fyrir þá sem vilja sameina strandlíf, menningu og skemmtun á einum stað.

Hugmynd um verð á mann í árshátíðarferð er frá kr. 129.900 miðað við 2 saman í herbergi.

Brighton

Fyrirspurn um árshátíðarferð

Fyrirspurn um árshátíðarferð


Visitor ferðaskrifstofa - Í þjónustu frá 2008

@ 2025 Visitor Travel Agency