ETA rafræn ferðaheimild til UK


Það er alfarið á ábyrgð farþega að sækja um ETA til að komast inn til Bretlands.

Athugið að Bretland hefur sett fram skilyrði um að allir ferðamenn sem þurfa ekki vegabréfsáritun, verða að framvísa rafrænni ferðaheimild (ETA).

Ríkisborgarar Schengen svæðisins þurfa að hafa vegabréf eða önnur viðurkennd skilríki með í för. Skilríkin þurfa að vera í gildi allan dvalartímann í landinu. Vegabréfsáritun er óþörf.

Við mælum með að fólk sæki UK ETA appið og klári umsóknina og greiðsluna þar í gegn.

Kostnaður
Rafræn ferðaheimild (ETA) kostar £10 á mann.
Það verða ALLIR að sækja um þessa heimild, fullorðnir sem börn. Einn aðili má sækja um fyrir aðra.

Ekki er hægt að fá gjaldið endurgreitt eftir að sótt er um.

Áður en þú byrjar umsókn

Þú þarft að hafa eftirfarandi við hendina:
Vegabréfið sjálft sem þú ferðast með, ekki ljósrit né rafrænt.
Aðgang að netfanginu þínu.
Greiðslukort.

Þú verður beðin(n) um að hlaða upp eða taka mynd af:
Vegabréfinu.
Andlitsmynd af þeim sem sótt er um fyrir.

Þú þarft ekki að slá inn ferðaupplýsingar þínar.




App Store - DOWNLOAD
https://apps.apple.com/us/app/uk-eta/id6444912481

Google Play - DOWNLOAD
https://play.google.com/store/apps/details?id=uk.gov.HomeOffice.ho3

Ef þú getur ekki notað APP þá má sækja um hér:
https://apply-for-an-eta.homeoffice.gov.uk/apply/electronic-travel-authorisation/how-to-apply

Almennar upplýsingar um rafrænu ferðaheimildina (ETA)
https://www.gov.uk/guidance/apply-for-an-electronic-travel-authorisation-eta



Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: fyrirspurn@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2025, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna