ABBA show í London !UPPSELT!

Ferðin

Tónleikarnir fara fram föstudagskvöldið 25. október 2024.

ABBA Voyage sýningin er í formi sýnd­ar­veru­tón­leika í glænýrri tónleikahöll sem byggð var eingöngu fyrir þetta verkefni.

Höllin er staðsett í Queen Elizabeth Olympic Park í austurhluta London.

Á tónleikunum er 12 manna hljómsveit sem spilar undir við hlið stafræna ABBA-hópsins og flytur 22 af bestu og vinsælustu lögum ABBA.

Athugið að sýningin er 90 mínútur og EKKERT hlé en það má skreppa fram og sækja sér hressingu sem þá er afgreidd í plastglasi og má taka með inn í sal.

Þetta er geggjað fyrir skemmtilega tjútt hópa!

Þetta er hópferð okkar númer sex á þessa sýningu og við getum staðfest að þetta er sturluð sýning - allar fyrri ferðir okkar hafa verið uppseldar!

Sætin okkar í þessari ferð eru í svæði H á þessari skýringarmynd. Rautt svæði fyrir miðju á allra besta stað.


Flugið:
Icelandair fram og til baka á Heathrow.
Út: FI 450. Frá Íslandi kl. 07:40. Lent kl. 11:55.
Heim: FI 451. Frá London kl. 12:05. Lent kl. 15:15.

Innifalið í ferðinni:
Flug með Icelandair og innritaðri 23 kg tösku.
Gisting í 3 nætur með morgunverði.
Miði á tónleikana og rúta til og frá tónleikunum.
Akstur til og frá flugvelli.
Íslensk fararstjórn.

Hótelið

Holiday Inn Regent Park London

Holiday Inn London - Regent's Park er vel staðsett í miðborg London. Nálægt vinsælum ferðamannastöðum miðbæjar London. Great Portland Street og Regent's Park neðanjarðarlestarstöðvarnar eru í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð. Hótelið er nálægt A501 og í c.a. 45 mínútna akstursfjarlægð frá Heathrow flugvelli. Regent's Park er stutt frá og ekki langt í verslanir á iðandi Oxford Stræti, bæði í göngufæri frá hótelinu.

Morgunverðahlaðborð er innifalið.

Athugið að hótelið býður ekki uppá þriggja manna herbergi.

Verð

Verð frá 189.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi.

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

Visitor áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.
Náist ekki lágmarksþátttaka endurgreiðum við að fullu það sem þegar hefur verið greitt.

ICELANDAIR

Flug með Icelandair ásamt sköttum.
23 kg innritaður farangur
10 kg handfarangur samkvæmt skilmálum Icelandair.

Fararstjóri

Hafdís Viggósdóttir

Hópadeild - Sala/Ráðgjöf hafdis@visitor.is Sími 578 9888 Hafdís hefur búið víða um heim og verið fararstjóri í mörgum löndum. Góð og traust reynsla.

Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: fyrirspurn@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2024, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna