ABBA show í London maí 2025 !! 6 SÆTI LAUS !!
Ferðin
Ábending til ferðalanga til Bretlands frá og með 2. apríl:
ALLIR þurfa að vera með ETA rafræna ferðaheimild til UK, líka þeir sem fara í tengiflugi um Bretland.
Hér er allt um þetta: www.visitor.is/eta
Sýningin fer fram laugardagskvöldið 10. maí 2025.
!Athugið þetta eru 4 nætur og AÐEINS flug, gisting og miði á ABBA showið!

ABBA Voyage sýningin er í formi sýndarverutónleika í glænýrri tónleikahöll sem byggð var eingöngu fyrir þetta verkefni.
Höllin er staðsett í Queen Elizabeth Olympic Park í austurhluta London.
Á tónleikunum er 12 manna hljómsveit sem spilar undir við hlið stafræna ABBA-hópsins og flytur 22 af bestu og vinsælustu lögum ABBA.
Athugið að sýningin er 90 mínútur og EKKERT hlé en það má skreppa fram og sækja sér hressingu sem þá er afgreidd í plastglasi og má taka með inn í sal.
Þetta er geggjað fyrir skemmtilega tjútt hópa!
Sætin okkar á sýningunni eru í svæði H (á besta stað) á þessari skýringarmynd.

Flugið:
Icelandair fram og til baka á Heathrow.
Innifalið í ferðinni:
Flug með Icelandair og innritaðri 23 kg tösku.
Gisting í 4 nætur með morgunverði.
Miði á ABBA sýninguna.
!Athugið þetta eru 4 nætur og AÐEINS flug, gisting og miði á ABBA showið!
Hótelið

Thistle Hotel London Marble Arch
Thistle London Marble Arch hótelið er staðsett á besta stað í miðbæ London ef þú vilt upplifa það besta sem borgin hefur uppá að bjóða. Afskaplega snyrtilegt og nútímalegt hótel nálægt Marble Arch lestarstöðinni.
Staðsett aðeins steinsnar frá helstu verslunargötunum, eins og Oxford Street, Regent St og Mayfair, auk fjölda frægra kennileita í London, þar á meðal Harrods, Hyde Park og Buckingham Palace, eða West End Theatre District.
Eftir annasaman dag má njóta máltíðar og kokteils með vinum á barnum með útsýni yfir Oxford Street.
TripAdvisor Travaller's Choice Award 2023.
GOTT AÐ VITA:
Á hótelum eru almennt tveggja manna herbergi: Double (hjónarúm), Twin (tvö aðskilin eins manns rúm). Sum hótel bjóða uppá þriggja manna herbergi sem eru herbergi með hjónarúmi og auka bedda. Þriggja manna herbergi eru eingöngu ætluð fyrir tvo fullorðna sem sofa í sama rúmi og gest yngri en 14 ára sem sefur á beddanum. Þriggja manna herbergi eru alls ekki fyrir 3 fullorðna.
Verð
Verð frá 169.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi.
ICELANDAIR

Flug með Icelandair ásamt sköttum.
23 kg innritaður farangur
10 kg handfarangur samkvæmt skilmálum Icelandair.
Fararstjóri

ENGINN FARARSTJÓRI
Í þessari ferð er enginn fararstjóri á vegum Visitor.
Farþegar eru á eigin vegum.