Andrea Bocelli, Flórens, vínsmökkun - Ítalía sumar 2025
Ferðin

Dagskrá ferðarinnar
24. júlí
Flogið til Rómar
Akstur til Montecatini með viðkomu í bænum Montepulciano.
Stoppað þar, skoðað sig lauslega um og þeir sem vilja kaupa sér hressingu áður en haldið er áfram geta gert það.
Montepulciano ofsalega fallegur bær, sannkallaður gimsteinn frá endurreisnartímanum með glæsilegar hallir, heillandi torg og kirkjur með glæsilegu útsýni yfir Orcia- og Chiana-dalina.
25. júlí
Ferðast er með lest yfir til Flórens.
Lestarstöðin í Montecatini er í göngufæri frá hótelinu.
Dagsferð til Flórens þar sem ensku mælandi leiðsögumaður fer með hópinn í 2 tíma gönguferð um borgina, hlé er gert á göngunni og fengið sér hressingu. Eftir það er frjáls dagur í Flórens sem fólk getur nýtt sér til að skoða meira, versla eða fara út að borða.
Stökktu á sannkallaðan „vagone“ og njóttu þín í lista- og menningarborginni Flórens: það er nauðsyn fyrir alla ferðamenn í Toskana.
Leiðsögumaður okkar (löggiltur og enskumælandi) fer með hópinn í skoðunarferð um borgina: Dómkirkjan í Flórens drottnar yfir borgarmyndinni og myndar ásamt Campanile og skírnarhúsinu eitt glæsilegasta safn listaverka sem finnast hvar sem er á jörðinni.
26. júlí - Tónleikadagurinn stóri
Frjáls dagur fyrri partinn. Seinni partinn fer rúta með hópinn til Lajatico.
Tónleikasvæðið heitir Teatro del Silenzio sem er í Lajatico, fæðingabæ Andrea Bocelli. Hún verður vart fegurri sveitasælan og fegurðin í Toscana en á þessum slóðum að sitja umvafinn heillandi hæðum og hólum hlustandi á einn fallegasta tenór samtímans.
ATH: frá rútustæði og að tónleikasvæðinu þarf að ganga um 800 metra. Alls ekki auðveldur gangur fyrir þá sem eiga erfitt um gang.
Áætlað er að tónleikarnir hefjist kl. 20:30 og ljúki rétt fyrir miðnætti.
27. júlí
Frjáls fyrri partur dags.
Síðdegis er ekið til Chianti héraðsins þar sem farið er í vínsmökkun með tilheyrandi matarsmakki.
28. júlí
Heimferðardagur. Ekið til Rómar.
UM TÓNLEIKANA:
Tónleikarnir fara fram í bænum Lajatico í stórbrotnu tónleikasvæði undir berum himni. Sætin okkar á tónleikunum er í svæði:
Category 4 - 2° Poltrona sem er merkt með gulum fleti á myndinni hér fyrir neðan.

Ath: Ef veðurskilyrði verða þannig að fresta verði tónleikahaldi vegna t.d. rigningar þá fara tónleikarnir fram kvöldið eftir.
Flugið:
Icelandair fram og til baka á Róm.
Innifalið í ferðinni:
Flug með Icelandair og innritaðri 23 kg tösku.
Gisting með morgunverði.
Miði á tónleikana og rúta til og frá tónleikunum.
Lestarmiðar til og frá Flórens.
Akstur til og frá vínsmökkun ásamt aðgangi að vínsmökkuninni.
Akstur til og frá flugvelli.
Íslensk fararstjórn.
Hótelið

HOTEL COLUMBIA MONTECATINI TERME
Columbia Hotel er flott 4 stjörnu hótel í miðbæ Montecatini Terme, nýlega enduruppgert þar sem hugað var að varðveita sögu hússins og þess sérstaka stíls.
Hótelið býður upp á herbergi og svítur með öllum þægindum, ásamt glæsilegri heilsulind fyrir gesti sína, mjög góðan veitingastað, fundarherbergi og ýmsa þjónustu á háu stigi.
Vellíðan og slökun er aðalsmerki á hótelinu þínuí Montecatini Terme.
Verð
Verð frá 272.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi.
ICELANDAIR

Flug með Icelandair ásamt sköttum.
23 kg innritaður farangur
10 kg handfarangur samkvæmt skilmálum Icelandair.
Greiðslumáti
Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.
Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.
Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.
Visitor áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.
Náist ekki lágmarksþátttaka endurgreiðum við að fullu það sem þegar hefur verið greitt.
Fararstjóri

Gulla og Gussi
Hjónin Guðlaug Björg og Guðsteinn eða Gulla og Gussi eins og allir sem þau þekkja kalla þau eru miklir Ítalíufarar. Þau elska Ítalíu og hafa þvælst um víða um landið og þekkja vel til.
Auk þess hafa þau farið áður með hópa á Andrea Bocelli tónleikana í Lajatico.
Þau hjónin eru alltaf glöð og kát og elska ekkert meira en að gera upplifun farþega Visitor sem allra mesta.