DANS- og HREYFIFERÐ með Frikka og Sigrúnu

Ferðin

Ferðin er frá 12. - 19. júní 2025
Flogið er með PLAY til Split í Króatíu.
Hótel resortið er í um klukkutíma frá flugvellinum í Split.
Bærinn heitir Šibenik, Solaris.


Friðrik og Sigrún hafa í gegnum tíðina boðið upp á einstaklega skemmtilegar dans- og hreyfiferðir í sólina og hitann.
Þau eru bæði reyndir fararstjórar og með áralanga reynslu af hóptímakennslu í World Class auk þess sem þau eru bæði einkaþjálfarar. Þau hafa einnig mikla reynslu af skipulagningu ýmis konar viðburða og hópefla og elska að vera með og vinna með fólki.



Við byrjum flesta daga á léttri hreyfingu í fallegri náttúru þar sem við mýkjum upp líkamann og svitnum aðeins fyrir daginn. Við leggjum áherslu á að losa um líkamlega og andlega spennu, þreytu og streitu með einföldum og góðum styrktar og liðleikaæfingum.
Auk þess sem boðið verður upp á ZUMBAtíma seinni partinn, alla daga. Í ZUMBA geta allir dansað með, bæði byrjendur og lengra komnir.
Við munum skoða náttúruna og nærumhverfið og stefnum að því að heimsækja fallega bæi í nágrenninu, fara í gönguferðir, jafnvel hjóla og sigla og gera allt sem okkur dettur í hug og staðurinn bíður uppá.



Við munum bjóða upp á skipulagða dagskrá flesta dagana fyrir þá sem vilja en að sjálfsögðu getur hver og einn gert það sem hann vill eða bara notið þess að slaka vel á í sólinni. Svo að sjálfsögðu verður skipulögð slökun á milli.
Auk þess munum við fara út að borða á hverju kvöldi, bæði öll saman eða í minni hópum, hvernig sem hver og einn vill hafa það.

Við munum koma heim endurnærð á sál og líkaman og búin að eignast fullt af nýjum vinum sem og treysta enn frekar eldri vinabönd.



Innifalið í verði ferðar:
Beint flug með PLAY.
20kg innrituð ferðataska.
Gisting á 4+ stjörnu resort hóteli með morgunverði.
Akstur til og frá flugvelli erlendis.
Íslensk fararstjórn og dagskrá fararstjóra.

Herbergin sem eru innifalin í verðinu eru "with balcony and courtyard view".

Lágmarksþátttaka er 15 manns og áskilur Visitor sér rétt til að fella niður ferðina náist ekki sú þátttaka.

Hótelið

Amadria Park Hotel Jure

Welcome to Amadria Park Hotel Jure

Seeking a lively and stylish spot to stay? You’ll find it at Jure. Boasting an elegant and modern style infused with striking design accents, hotel Jure offers both upbeat vibes and a relaxed ambiance, along with an impressive range of lifestyle and leisure experiences.

Relax with your partner at our indoor-outdoor lounge and terrace. Enjoy regional refreshments and a couple’s meal in our restaurant or a drink in our bar. Soak up the sun on a lounger by our palm tree-lined pool while taking in the Adriatic Sea views. Or enter our Jure Spa zone for a full suite of luxury treatments and services, all designed to help you recharge.

You can also chill at our nearby En Vogue Beach Club. It’s a luxury oasis with its own private beach, an infinity pool and breathtaking views.

Verð

Verð frá kr. 319.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi.

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

Visitor áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.
Náist ekki lágmarksþátttaka endurgreiðum við að fullu það sem þegar hefur verið greitt.

FLUGFÉLAG: PLAY


Flogið með PLAY.

INNIFALIÐ:
20 kg. innritaður farangur
Lítill handfarangur sem passar undir sæti.
Stærri handfarangurstösku þarf að greiða aukalega.
Séróskir um sætaval þarf einnig að greiða aukalega.

Fararstjórar

Friðrik Agni

Friðrik Agni er dansari og danskennari ásamt því að vera sjálfstætt starfandi skemmtikraftur, verkefna- og fararstjóri. Hann hefur farið með hópa erlendis í dans og vellíðunarferðir frá árinu 2017 til Spánar, Marokkó, Kúbu, Egyptalands og Krítar. Einnig er Friðrik lærður einkaþjálfari. Hann veit ekkert skemmtilegra en að dansa, ferðast, spjalla við góða vini, lesa og njóta náttúrunnar.

fyrirspurn@visitor.is

Sigrún Kjartans

Sigrún Kjartansdóttir er reyndur fararstjóri og hefur mikla reynslu af viðburðastjórnun og ýmis konar hópeflum. Hefur stýrt og starfað með stórum hópum út um allan heim. Sigrún starfar sem framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi en fyrir og eftir vinnu starfar Sigrún hjá World Class og kennir ZUMBA, Yin Yoga, Yoga Nitra, Styrk, Teygjur, Foam Flex og bandvefslosun. Áhugamál Sigrúnar eru alls kyns hreyfing og alls konar dans.

Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: fyrirspurn@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2024, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna