Endurmenntunarferð myndlistakennara til Berlínar

Ferðin


STYRKHÆF FERÐ FRÁ STÉTTARFÉLAGI

Ferðin er frá miðvikudeginum 8. október til til sunnudagsins 12. október 2025.


Myndlistakennaraferð til Berlínar - DAGSKRÁ

Endurmenntunarferð til Berlínar, sérhönnuð fyrir myndlistarkennara.
Ferðin samræmist kröfum stéttarfélaga um endurmenntunarstyrk.

Í ferðinni verður farið í heimsókn í grunnskóla sem leggur sérstaka áherslu á myndlist. Þau halda reglulega myndlistarsýningar, vinna með myndlistartengdum stofnunum sem og starfandi myndlistarmönnum.

Fáum að kynnast starfsemi félags myndlistarkennara í Berlín.

Heimsækjum áhugavert safn og kíkjum á gallerírölt.

Innifalið í ferðinni:

  • Flug og hótel í 4 nætur.
  • Akstur til og frá flugvelli.
  • Endurmenntunarprógram (12 klst). Fylgd og túlkun.
  • Heimsókn á safn og gallerí.
  • 1 x hádegismatur.
  • 1 x 2 klst skoðunarferð með Berlínum á komudegi.

Hótelið

Holiday Inn Express Alexanderplatz Berlin

Holiday Inn Express® Berlin- Alexanderplatz er í aðeins 10 mínútna göngufjarlægð frá Alexanderplatz og rétt lengra að rölta í verslanir og kaffihús í Hackescher Markt.

Ráðstefnuhöllin í Messe Berlin eru í rétt um hálftíma fjarlægð með lestinni og c.a. 40 mín frá Berlínarflugvelli. Lista- og fornminjasafn á heimsmælikvarða er í glæsilegum byggingum á Safnaeyju í nágrenninu, en Brandenborgarhliðið, Minnisvarði Berlínarmúrsins og Helfararminnisvarðinn eru í 15 mínútna fjarlægð með lestinni. Sem sagt vel staðsett og snyrtilegt hótel á góðum stað í gamla austur hluta þessarar sögufrægu borgar.

Verð

Verð á kr. 199.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi. Aukagjald vegna einbýlis kr. 49.900.

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

Visitor áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.
Náist ekki lágmarksþátttaka endurgreiðum við að fullu það sem þegar hefur verið greitt.

FLUGFÉLAG: PLAY


Flogið með PLAY.

INNIFALIÐ:
20 kg. innritaður farangur
Lítill handfarangur sem passar undir sæti.
Stærri handfarangurstösku þarf að greiða aukalega.
Séróskir um sætaval þarf einnig að greiða aukalega.

Fararstjóri

Berlínur

Íslensku Berlínurnar í Berlín verða fararstjórar. Berlínur er fyrirtæki rekið af íslenskum konum búsettum í Berlín. Fyrirtækið hefur starfað í rúmlega tíu ár og á þeim tíma tekið á móti þúsundum Íslendinga bæði í skoðunarferðir um borgina en einnig skipulagt endurmenntunarferðir fyrir margar og ólíkar starfsstéttir. Okkar sérstaða í skipulagninu endurmenntunarferða eru tengsl okkar við borgina og þekking.

Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: fyrirspurn@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2025, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna