ESHA ráðstefnan í Dubrovnik Króatíu 24. - 30. október 2023

Ferðin

ESHA ráðstefna evrópskra skólastjórnenda verður að þessu sinni haldin í Dubrovnik í Króatíu dagana 25. – 27. október 2023.

Yfirskrift ráðstefnunnar er „SCHOOL LEADERS MAKING A DIFFERENCE“


Skólastjórafélag Íslands hefur í samvinnu við ferðaskrifstofuna Visitor skipulagt beint leiguflug fyrir félagsfólk okkar og verður flogið til Króatíu þriðjudaginn 24. október 2023 kl. 09.00 og til baka mánudaginn 30. október 2023 kl. 16.45.

Boðið verður upp á gistingu í eins og tveggja manna herbergjum. Vegna fjölda sæta verður félagsfólki okkar að þessu sinni heimilt að kaupa miða fyrir maka en ítrekað er að sú regla gildir við bókun í ferðina að fyrstur kemur fyrstur fær.

Til viðbótar við fargjald vegna flugs og gistingar þurfa þátttakendur að skrá sig og greiða sérstaklega fyrirráðstefnuna, skólaheimsókn og Gala kvöldverð en opnað verður fyrir þá skráningu 1. apríl 2023.

Mikilvægt er að skráning gangi fljótt og vel fyrir sig því ef félagsfólk okkar fyllir ekki vélina munum við bjóða stjórnendum leik- og framhaldsskóla sæti til kaups.

Minnt er á að hægt er að sækja um styrk fyrir ferðinni í Vonarsjóð SÍ/FG.

Innifalið í ferðinni
Beint flug til og frá Dubrovnik
6 nætur á Hotel Valamar Lacroma, sama stað og ráðsefnan fer fram á
Morgun- og hádegisverður
Rúta til og frá flugvelli

Ráðstefnugjald/ skráning, Gala dinner og skólaheimsóknir sjá aðilar sjálfir um á netinu eftir 1. apríl.

Hótelið

Valamar Lacroma Dubrovnik Hotel****

Valamar Lacroma Dubrovnik Hotel er staðsett á hinum friðsæla Babin kuk-skaga, umkringt gróskumiklum gróðurlendi og hvítum ströndum, aðeins 15 mínútur frá gamla bænum í Dubrovnik.

Hótelið þykir nýtískulegt og smart og býður upp á eftirminnilega matarupplifun á sælkeraveitingastöðum með víðáttumiklu útsýni yfir Elaphiti-eyjar. Á hótelinu er glæsilegt SPA með innisundlaug. Þú ert bæði á frábæru hóteli og í snertingu við lúxus.

Verð

Verð kr. 249.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi. Verð í einsmanns herbergi kr. 289.800.

FLUGFÉLAG: PLAY


Flogið með PLAY.

INNIFALIÐ:
20 kg. innritaður farangur
Lítill handfarangur sem passar undir sæti.
Stærri handfarangurstösku þarf að greiða aukalega.
Séróskir um sætaval þarf einnig að greiða aukalega.

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina
með því að greiða staðfestingargjald
kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum raðgreiðslur, Netgiró og PEI.
Þá þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

Fararstjóri

Fararstjóri frá Visitor í ferðinni.

Með í ferðinni er fararstjóri frá Visitor sem safnar farþegum saman á flugvelli erlendis og leiðir í rútuna, innritar farþega á hótel og er farþegum innan handar ef á þarf að halda. Fararstjórinn verður kynntur hér þegar nær dregur brottför.

Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: visitor@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2023, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna