Heilsuferð til Tenerife í nóvember 2023
Ferðin
DAGSKRÁ
Laugardagur
Flug til Tene.
Móttaka, akstur á hótelið og létt spjall um það sem framundan er hjá okkur þessa frábæru viku!
Sunnudagur
Morgunverður.
Dagskrá hefst kl. 09:15 í móttökunni. Umræða um hefur þú heilsuna með þér, verkefni og svo Hatha yoga tími og slökun.
Skipulagt með hópnum tímar í tækjasal sem er eftir kl. 17 á daginn og 30 mín hver hópur í senn (allir mæta 2x í salinn!).
Mánudagur
Morgunverður.... svo byrjað kl 09:15 uppi í sal.
Fyrirlestur um sjálfsmynd, eigin/n styrkur og framkomu við sjálfan sig, innri skoðun og sjálfs ást.
Yoga tími og extra góð slökun.
Göngutúr kl 17 svo hópurinn kynnist, einnig sest niður í drykk mæting í lobbýið kl.17.
þriðjudagur
Morgunverður.... svo byrjað kl 09:15 uppi í sal.
Fyrirlestur um hreyfingu og mataræði hvernig viljum við hafa okkra rútínu. 45 mín tími í notkun eigin líkamsþyngdar fyrir styrk/ þol góðar teyjur/slökun . Þjálfun í tækjasal byrjar kl.17.
Miðvikudagur
Morgunverður.... svo byrjað kl 09:15 uppi í sal.
Fyrirlestur og spjall um mataræði og kúra...eru þeir að virka?
Kraft yoga (kviður - bak þemi) og hugleiðsla/slökun.
Einnig kynning á True Coach þjálfunar-appinu sem þið fáið við heimkomu og prógram sem hentar ykkur.
Þjálfun í tækjasal byrjar kl.17
Fimmtudagur
Morgunverður.... svo byrjað kl 9:30 uppi í sal.
Fyrirlestur um mikilvægi svefns og svo kynnt munka-viku tillaga handa ykkur að prófa.
Tími í yoga öndun, sólarhyllinginn og djúp slökun.
Þjálfun í tækjasal byrjar kl.17
Föstudagur
Morgunverður....svo byrjað kl 9:40 uppí sal. Hóp markþjálfun og allir með í umræðunni sem hópurinn ákveður saman.
(við heimkomu eiga allir inn 60 mín markþjálfunar tíma)
Fyrir ykkur sem vilja mæta í tækjasalinn verð ég þar um kl.17 og frjáls tími!
Öll saman í kvöldverð um kl 20 og happadrætti í lokinn!!!!!!!
Dagurinn ykkar!
Laugardagur
Heimferðadagur og frjáls dagur!
Muna hafa með sér vatnsbrúsa/handklæði í tíman og tækjasalinn!
Ýmis stéttarfélög veita styrki til félagsmanna sinna fyrir námskeið og fræðslu.
Kynntu þér réttindi og styrkveitingar sem þitt stéttarfélag veitir og athugaðu hvort það nái yfir þessa ferð.
Ummæli ánægðs viðskiptavinar:
"Heilsuferðin hennar Siggu var mjög skemmtileg og vel skipulögð. Fjölbreyttar æfingar bæði í sal og tækjasal. Allir gátu tekið þátt sama í hvernig formi viðkomandi var. Ótrúlega góð leið til að kynnast nýju fólki, slappa af og rækta heilsuna."
Tigotan Hotel Tenerife
Tigotan 4* hótelið er staðsett í hjarta Playa de las Américas á Tenerife. Rosalega vinsælt meða Íslendinga. Tigotan er Adults only sem þýðir að það er aðeins fyrir gesti sem eru 18 ára og eldri. Þetta stórbrotna og nútímalega hótel býður upp á margs konar upplifun t.d. frábæra "infinity" sundlaug uppi á þaki, verönd með útsýni yfir Atlantshafið og flott herbergi sem eru hönnuð fyrir kröfuharða ferðamenn.
Verð
Verð frá 219.900 miðað við 2 saman í herbergi.
Greiðslumáti
Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.
Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.
Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.
Visitor áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.
Náist ekki lágmarksþátttaka endurgreiðum við að fullu það sem þegar hefur verið greitt.
FLUGFÉLAG: PLAY
Flogið með PLAY.
INNIFALIÐ:
20 kg. innritaður farangur
Lítill handfarangur sem passar undir sæti.
Stærri handfarangurstösku þarf að greiða aukalega.
Séróskir um sætaval þarf einnig að greiða aukalega.
Fararstjórar
Sigga Kr.
Sigga Kr. er Njarðvíkingur sem átti og rak líkamsræktarstöðina Perluna í Keflavík frá 1998 - 2008. Hún er lærður þolfimikennari, einkaþjálfari, Hatha Yoga kennari, Markþjálfi og spinning kennari. Kenndi 5 Les Mills kerfi og Pump FX og var kennari í Fusion Fitness Academy.