Heilsuferð til Tenerife 7. - 14. október 2025

Ferðin

Heilsuferðin til Tenerife er fyrir fólk sem vill æfa í hitanum ásamt því að fara á skemmtilegt og fjölbreytt námskeið.

Ferðin er sambland af námskeiði, yoga, markþjálfun, æfingum í tækjasal og göngutúrum. Ásamt þvi að hafa tíma til að njóta og slaka á og njóta í sólinni.

Fararstjórar ferðarinnar hafa farið undanfarin ár, tvisvar á ári með hópa til Tenerife í frábærar heilsuferðir.

Gist er á 4ja stjörnu "adult only" hóteli á Amerisku ströndinni. Hálft fæði er innifalið, morgunverðarhlaðborð og kvöldverðarhlaðborð.


Heilsuferð þar sem þú ert í fyrsta sæti og nýtur ferðalagsins sem þú skapar þér. Þessi ferð byggist mikið uppá heilsu-markþjálfun og innri skoðun. Einnig innri ró með yoga og göngutúrum.

Þú færð krefjandi verkefni bæði í hóp og sem einstaklingur.

Einnig munum við kryfja þitt markmið sem þú vilt betrumbæta og finna þín verkfæri til að ná þangað.

DAGSKRÁ - birt með fyrirvara um breytingar

Þriðjudagur 7. október
Flogið er með Icelandair
Brottför frá Keflavík kl:10:00
Lending á flugvellinum á Tenerife 16:25
Fararstjórar taka á móti hópnum á flugvellinum.
Sameiginlegur kvöldverður á hótelinu þar sem hópurinn kynnist.
Fararstjórar fara yfir fyrirkomulag ferðarinnar og hvað er framundan,

Miðvikudagur 8. október
Morgunverður í boði frá 7:00-9:00
Byrjum daginn á fyrirlestrinum "hafðu heilsuna með þér" ásamt verkefnum
Færum okkur svo inn í sal í Hatha yoga.

Fimmtudagur 9. október
Morgunverður í boði frá 7:00-9:00
Fyrirlestur um sjálfsmynd og "hvar er ég i dag?".
Markþjálfun og verkefni.
Æfing í sal með eigin líkamsþyngd
17:00 fer hópurinn saman í léttann göngutúr.

Föstudagur 10. október
Morgunverður í boði frá 7:00-9:00
Fyrirlestur um næringu, markþjálfun og verkefni.
Þrekhringur í tækjasalnum
Seinnipartinn, hópefli, leikir á ströndinni

Laugardagur 11. október
Morgunverður í boði frá 7:00-9:00
Fyrirlestur um hreyfingu, markmið og hvað get ég í dag!
Markþjálfun og verkefni.
Styrkur og hugleiðsla
17: 00 förum við í léttan göngutúr meðfram ströndinni endum gönguna á að setjast niður á skemmtilegum stað.

Sunnudagur 12. október
Morgunverður í boði frá 7:00-9:00
Frjálsdagur þar sem við náum að slaka á og njóta í sólinni
Æfing í tækjasal fyrir þá sem vilja seinnipartinn.

Mánudagur 13. október
Morgunverður í boði frá 7:00-9:00
Fyrirlestur um skipulag, halda rútínu og sjá árangur.
Markþjálfun og verkefni.
Skemmtilegar æfingar í tækjasal
Sameiginlegur kvöldverður á stað í bænum.
(hver og einn greiðir fyrir mat og drykk).

Þriðjudagur 14. október
Morgunverður í boði frá 7:00-9:00
Útritun af herbergjum kl.11:00 en töskur fara í geymslu og við getum notað hótelgarðinn að vild.
Farið er út á flugvöll, um 14:00 (nákvæm tímasetning síðar) flugið frá Tenerife er kl.17:25 lending í Keflavík 21:55.

Það sem þú færð við heimkomu:
Tveggja vikna fjarþjálfun.
60 mín tími í markþjálfun.
Sér hópur á Facebook fyrir fræðslu og uppskriftir.
Rafbókin "Þar sem hugur og líkami mætast".

Námskeiðið inniheldur fyrirlestra, verkefni, sjálfsskoðun, hópefli, hreyfingu og markmiðssköpun fyrir þig sem einstakling.
Samtals eru þetta 5 dagar og um 25 klukkutímar á námskeiði.
Eftir námskeiðið fá allir Diploma um að hafa lokið námskeiðinu.


Hálft fæði morgunverður og kvöldverður.

Ýmis stéttarfélög veita styrki til félagsmanna sinna fyrir námskeið og fræðslu.

Kynntu þér réttindi og styrkveitingar sem þitt stéttarfélag veitir og athugaðu hvort það nái yfir þessa ferð.

Ummæli ánægðs viðskiptavinar:
"
Heilsuferðin hennar Siggu var mjög skemmtileg og vel skipulögð. Fjölbreyttar æfingar bæði í sal og tækjasal. Allir gátu tekið þátt sama í hvernig formi viðkomandi var. Ótrúlega góð leið til að kynnast nýju fólki, slappa af og rækta heilsuna."

Tigotan Hotel Tenerife

Tigotan 4* hótelið er staðsett í hjarta Playa de las Américas á Tenerife. Rosalega vinsælt meða Íslendinga. Tigotan er Adults only sem þýðir að það er aðeins fyrir gesti sem eru 18 ára og eldri. Þetta stórbrotna og nútímalega hótel býður upp á margs konar upplifun t.d. frábæra "infinity" sundlaug uppi á þaki, verönd með útsýni yfir Atlantshafið og flott herbergi sem eru hönnuð fyrir kröfuharða ferðamenn.

Verð

Verð frá 249.900 miðað við 2 saman í herbergi

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

Visitor áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.
Náist ekki lágmarksþátttaka endurgreiðum við að fullu það sem þegar hefur verið greitt.

ICELANDAIR

Flug með Icelandair ásamt sköttum.
23 kg innritaður farangur
10 kg handfarangur samkvæmt skilmálum Icelandair.

Fararstjórar

Sigga Kr.

Sigga Kr. er Njarðvíkingur sem átti og rak líkamsræktarstöðina Perluna í Keflavík frá 1998 - 2008. Hún er lærður þolfimikennari, einkaþjálfari, Hatha Yoga kennari, Markþjálfi og spinning kennari. Kenndi 5 Les Mills kerfi og Pump FX og var kennari í Fusion Fitness Academy.

Guðrún St. Svavarsdóttir

Verkefnastjóri Íþrótta- og keppnisferða Hópadeild

gudrun@visitor.is578 9888
Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: fyrirspurn@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2024, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna