Aðventu- og jólatónleikar Andre Rieu ( UPPSELT )
Ferðin
Ferðin er frá fimmtudeginum 12. desember til sunnudagsins 15. desember 2024.
Á þessum árstíma er mjög jólalegt um að litast í Maastricht, fæðingarborg Andre Rieu og á stóra torginu, Vrijthof, er glæsilegur jólamarkaður sem er í göngufæri frá hótelinu okkar.
Dagskrá ferðarinnar í desember:
Fimmtudagurinn 12. desember 2024.
ICELANDAIR FI 554 til Brussel
Í loftið kl. 07:35.
Lent kl. 11:55.
Rúta til Maastricht, c.a. 1,5 klst ferð (innifalið).
Tékkað inn á Desigh Hotel Maastricht.
Frjáls dagur/kvöld
Föstudagurinn 13. desember
Tónleikakvöld, farið með rútu til MECC hallarinnar í Maastricht.
Rútuferðin tekur um 7 mín.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 en mikil dýrð fylgir því að vera mætt tímanlega til hallarinar.
Klæðnaður gesta er "smart-casual" og það er ekki kalt í höllinni þó svo að það kunna að vera kalt í borginni á þessum árstíma.
Húsið opnar þremur tímum fyrir tónleika og hægt að skoða jólamarkaðinn og notið matar og drykkja fyrir tónleikana.
Frá því augnabliki sem komið er inn í höllina tekur á móti gestum óviðjafnanleg jólastemning sannkallaðs vetrarundralands.
Jólaskreytingar í öllum hornum og sannkallaður jólalandi, snjór, tvö skautasvell, risa vetrarleikmynd, rómantísk lýsing, rauð teppi, óteljandi ljós, 150 glæsilegar ljósakrónur í lofti og yfir 50 feneyskir kertastjakar.
Tónleikadagskráin einkennist af yndislegum jólalögum, rómantískum völsum og fallegum lögum frá öllum heimshornum eins og Jingle Bells, Ave Maria, Oh Holy Night, Hallelujah, Sleigh Ride og mörg fleiri.
Einstök upplifun sem þú munt aldrei gleyma!
Sjá staðsetningu sæta okkar neðar á þessar síðu.
Laugardagurinn 14. desember
Frjáls dagur.
Sunnudagurinn 15. desember
Rúta til Brussel, c.a. 1,5 klst ferð (innifalið).
ICELANDAIR FI 555 til Keflavíkur.
Í loftið kl. 12:50.
Lent kl. 15:15 á Íslandi.
Hótelið
Designhotel Maastricht
Designhotel er 4-stjörnu hótel, vel staðsett og steinsnar frá miðbæ Maastricht.
Það er í hluta borgarinnar sem kallast Wyck og þaðan er stutt í allt það helsta sem borgin hefur uppá að bjóða - sannkallaður miðpunktur.
Hótelið er 105 herbergja og er ekkert þeirra eins en í öllum þeirra er hugað til hins ítrasta í öllum smáatriðum.
Innan við 10 mínútna gangur á Vrijthof-torgið þar sem sumar-tónleikarnir fara fram utanhúss og á leiðinni eru tugir veitingastaða, verslana og iðandi mannlíf. Á jólatónleikum fer rúta með farþega okkar frá hótelinu og í höllina sem er rétt 10 mín rútuferð.
Morgunverður er innifalinn.
Skoða hótelið á netinu: Designhotel
Verð
Verð frá 219.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi.
Andre Rieu jólatónleikar - Staðsetning sæta
Sætin okkar eru í verðsvæði Rang 1 sem er appelsínugult á þessari skýringarmynd og við munum sitja í svæði C1. Sætin eru í næst dýrasta svæði hússins, mjög góð sæti.
Greiðslumáti - Lágmarksþátttöku er náð!
Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.
Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.
Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.
Visitor áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.
LÁGMARKSÞÁTTTÖKU ER NÁÐ Í ÞESSA FERÐ!
ICELANDAIR
Flug með Icelandair ásamt sköttum.
23 kg innritaður farangur
10 kg handfarangur samkvæmt skilmálum Icelandair.
Fararstjóri
Hafdís Viggósdóttir
Hópadeild - Sala/Ráðgjöf hafdis@visitor.is Sími 578 9888 Hafdís hefur búið víða um heim og verið fararstjóri í mörgum löndum. Góð og traust reynsla.