Liverpool - Southampton

Ferðin

Ferðin er frá föstudeginum 7. mars til mánudagsins 10. mars 2025.

Áætlaður leikdagur er laugardagurinn 8. mars 2025.
Leikdagur verður staðfestur af enska knattspyrnusambandinu 7 vikum fyrir leikdag.

Innifalið í pakkaferðinni:
Flug með PLAY ásamt sköttum.
20 kg. innritaður farangur og lítill handfarangur.
Gisting í 3 nætur með morgunverði á 4 stjörnu hóteli.
Miði á leikinn.
Akstur til og frá flugvelli.
Íslensk fararstjórn.

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvél okkar hér til vinstri.

Einnig er hægt að greiða með Netgíró.
Netgíró þarf að hringja í síma 578 9888 á milli 09-16 virka daga.

Hótelið

Leonardo Hotel Liverpool (áður Jurys Inn Liverpool)

Jurys Inn heitir nú: Leonardo Hotel Liverpool

Gist er á glæsilegu og vel staðsettu Leonardo Hotel Liverpool sem er 4 stjörnu hótel og er beint á móti Echo Arena tónleikahöllinni. Frá hótelinu er stutt yfir á hafnarsvæðið "Albert Docks" þar sem finna má marga góða veitingarstaði, fjölbreytta pöbba, söfn og verslanir. Frá hótelinu er 10 mínútna rölt að Central lestastöðinni.

Morgunverður er innifalinn.

Björt, nútímaleg svefnherbergi með góðum rúmum, stórum flatskjásjónvörpum og rúmgóðu baðherbergi ásamt te- og kaffiaðstöðu.
Ókeypis Wi-Fi aðgangur og morgunverðarhlaðborð innifalið.

Leonardo Hotel Liverpool
31 Keel Wharf, Liverpool, L3 4FN
Tel: +44 151 244 3777

Verð

Verð frá 198.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi.

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

Visitor áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.
Náist ekki lágmarksþátttaka endurgreiðum við að fullu það sem þegar hefur verið greitt.

Anfield sæti - Visitor

Sætin okkar á þessum leik eru í nýju stúkunni, Anfield Road Stand, sem eru merkt dökk fjólublá á þessari mynd.
Þeir farþegar okkar sem hafa verið þarna tala vel um sætin, útsýnið og stemninguna enda splunkuný stúka.
Anfield er þannig hannaður að það eru ekki mörg "léleg sæti".

Reynt er eftir fremsta megni að fólk sitji saman. Tveir eða fjórir saman er oftast lítið mál, þrír eða fimm saman getur reynst erfitt og því er aldrei lofað 100% fyrirfram. Þurfi að slíta fólk í sundur er þó alltaf reynt að koma fólki í sama hólf með sama inngang en því er þó ekki hægt að lofa fyrirfram. Óski farþegar eftir sérstökum sætum eða vilja kaupa uppfærslu er reynt að koma á móts við þær óskir, gegn þeim kostnaði sem það kostar en ekki hægt að lofa því 100%.

FLUGFÉLAG: PLAY


Flogið með PLAY.

INNIFALIÐ:
20 kg. innritaður farangur
Lítill handfarangur sem passar undir sæti.
Stærri handfarangurstösku þarf að greiða aukalega.
Séróskir um sætaval þarf einnig að greiða aukalega.

Fararstjóri

Leon Pétursson

Leon Pétursson Hefur verið knattspyrnuþjálfari yngri flokka um árabil. Þekkir enska boltann út og inn. Flottur og skemmtilegur fararstjóri.

Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: fyrirspurn@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2024, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna