Lúxus, hreyfing og upplifun - Króatía með Unni og Lilju

Ferðin

Ferðin er frá fimmtudeginum 22. maí til fimmtudagsins 29. maí 2025.

Ert þú kona sem vilt gera vel við þig, ferðast og upplifa stórbrotna náttúru, hreyfa þig í fallegu umhverfi, leika þér og njóta lífsins í hópi öflugra skemmtilegra kvenna?

Unnur og Lilja hafa sett saman einstaka ferð fyrir konur þar sem áhersla er lögð á að njóta saman í fallegu umhverfi og eiga saman yndislega daga. Báðar hafa þær mikinn áhuga á að skapa einstakar upplifanir og efla tengslanet. Þær hafa síðastliðin ár skipulagt fjölda viðburða ásamt útivistar og ævintýraferðum fyrir konur og kvennahópa. Lilja er Movement þjálfari, ÍAK þjálfari og FRC Certified og Unnur er Yin Yoga kennari.


Við leitum að konum sem hafa gaman að því að hreyfa sig á fjölbreyttan máta og sjá kost í því að hafa aðgang að frábærri afþreyingu í nærumhverfinu. Hvernig hljómar að taka sér pásu frá þriðju vaktinni eftir veturinn, þjófstarta sumrinu með stæl og koma heim endurnærð, tilbúin til að takast á við íslenska sumarið í allri sinni dýrð?



Við byrjum flesta daga á léttri hreyfingu í fallegri náttúru þar sem við mýkjum upp líkamann og svitnum aðeins fyrir daginn. Við leggjum áherslu á að losa um líkamlega og andlega streitu fyrir uppteknar ofurkonur með djúpum styrktar & liðleikaæfingum, léttu hreyfiflæði og Yin Yoga.

Við nýtum þá einnig mátt öndunar til þess að efla andlega og líkamlega heilsu. Áhersla er lögð á að losa um og styrkja mjaðmir, core, rassvöðva, axlir ásamt öllu hinu.

Er þetta kannski heilsuferð eftir allt saman?

Ásamt skipulögðum dagskrárliðum sem eru að sjálfsögðu allir valfrjálsir er passað vel upp á að konur geti notið þess að slaka á og gera það sem líkami og sál kallar á hverju sinni.



Dagskrá:
Öll dagskrá er valfrjáls

22. maí
Flug til Split Króatíu, rútuferð á hótelið 1,5 klst.
Fólk kemur sér fyrir í rólegheitunum, hópurinn hittist í kvöldhressingu á hótelinu þar sem Unnur og Lilja kynna dagskrá næstu daga. (ath.Kvöldhressing á eigin vegum)

23. Maí
Morgunverður

Hreyfanleiki, Yin Yoga / Slökun í fallegri náttúru umhverfis hótelið -
Styrkur & liðleiki / mjúkt hreyfiflæði í bland við Yin Yoga og létta slökun áður en við höldum silkimjúkar út í daginn. (30-45 mín )

Padel morgunfjör

Göngutúr/Hjólatúr/Scooter þar sem við skoðum saman umhverfið í kring um hótelið.
Hádegisverður snæddur á litlum kósý veitingastað í nágrenninu.
(Matur greiddur aukalega)

Síðdegis
Lautarferð á ströndinni við hótelið
Unnur og Lilja sjá um hamingjustund á ströndinni síðdegis, gleði & gaman og njótum í ljósaskiptunum.



24. maí
Morgunverður

Dagsferð á eyjuna Ugljan - Stutt sigling með bát(um 5 km)
Ugljan er þekkt fyrir fallega ívið græna náttúru og er oft nefnd sem "græna eyjan". Kristal tær sjór, fallegar strendur, ólífu akrar og furuskógar. Hér höfum við möguleikann á því að leigja hjól eða rafhjól og njóta þess að skoða okkur um á eyjunni á hjólandi. Við munum auk þess heimsækja litla eyju sem er mjög nálægt landi, vinsælt er að synda yfir á hana en einnig er hægt að fá far yfir með bát. Áætluð heimkoma er eftir kvöldverð.
(Greitt aukalega)

25. maí
Morgunverður

Hreyfanleiki, Yin Yoga / Slökun í fallegri náttúru umhverfis hótelið
Styrkur & liðleiki / mjúkt hreyfiflæði í bland við Yin Yoga og létta slökun áður en við höldum silkimjúkar út í daginn. (30-45 mín)

Padel morgunfjör

Heimsókn til Zadar. Eigum saman skemmtilegan dag í Zadar, borðum saman kvöldmat, upplifum hljóðlistina frá sjávar orgelinu (sea organ) og missum ekki af sólsetrinu fræga “The Greeting to the Sun”sem er sagt vera eitt fallegasta sólsetur veraldar.

(15 mín í leigubíl) (Greitt aukalega)



26. maí
Morgunverður

Hreyfanleiki, Yin Yoga / Slökun í fallegri náttúru umhverfis hótelið
Styrkur & liðleiki / mjúkt hreyfiflæði í bland við Yin Yoga og létta slökun áður en við höldum silkimjúkar út í daginn. (30-45 mín)

Padel morgunfjör

Heimsókn í Krka þjóðgarðinn.

Útivistardagur eins og þeir gerast bestir, þar sem við göngum saman í stórbrotnu landslagi innan um fossa, og fallega græna náttúru.

Frjáls tími seinnipartinn.

27. maí
Morgunverður

Hreyfanleiki, Yin Yoga / Slökun í fallegri náttúru umhverfis hótelið
Styrkur & liðleiki / mjúkt hreyfiflæði í bland við Yin Yoga og létta slökun áður en við höldum silkimjúkar út í daginn. (30-45 mín)

Padel morgunfjör

Ævintýraferð á fjórhjólum.
Síðdegis ævintýraferð á fjórhjólum þar sem við upplifum stórbrotna náttúru & útsýni og skemmtum okkur saman á aðeins öðruvísi máta.
(Greitt aukalega, uþb €50 á mann).

Sameiginlegur kvöldverður.
Við borðum saman í Staregard, bænum þar við skilum fjórhjólunum af okkur. (Greitt aukalega)



28. maí
Morgunverður

Hreyfanleiki, Yin Yoga / Slökun í fallegri náttúru umhverfis hótelið
Styrkur & liðleiki / mjúkt hreyfiflæði í bland við Yin Yoga og létta slökun áður en við höldum silkimjúkar út í daginn. (30-45 mín).

Padel morgunfjör

Frjáls dagur
Hugmyndir að góðum degi; Dagsferð til fallegu Split, njóta dagsins við ströndina og skoða hin ýmsu vatnasport sem í boði eru á hótelinu og í næsta nágrenni (Kayak, Jet Ski, Wind Surf, Snorkeling, SUP, Siglingar) eða slaka á í heilsulindinni og láta líða úr sér í flot yoga, listinn er ótæmandi.

29. maí
Morgunverður

Frjáls dagur

Heimferð

ATH. sérstakur gistiskattur er á hótelgistingum í Króatíu og þarf hver farþegi að greiða €1,50 pr. mann pr. nótt og greiðist þetta beint til hótelsins og því ekki innifalið í verði ferðarinnar.

Ýmis stéttarfélög veita styrki til félagsmanna sinna fyrir námskeið og fræðslu.

Kynntu þér réttindi og styrkveitingar sem þitt stéttarfélag veitir og athugaðu hvort það nái yfir þessa ferð.


Hótelið okkar er í um 13 km fjarlægð frá bænum Zadar. Gamli bærinn er hvað þekktastur fyrir margar litlar og þröngar götur og hafa þær jafnan verið bornar saman við völundarhús sökum þess hvernig göturnar liggja. Í Zadar er einnig hægt að líta augum á hina sögufrægu borgarmúra sem hafa hlotið viðurkenningu frá UNESCO fyrir að vera eitt af heimsarfleiðum veraldar. Annað sem Zadar er hvað þekktast fyrir er hið svokallaða “sjávarorgel” (Sea Organ) þar sem boðið er upp á einstaka hljóð upplifun með hreyfingu hafsins í gegn um öldurnar. Við hlið sjávar orgelsins er minnismerki “The Greeting to the Sun” þar sem sólarorkan er nýtt og eftir sólsetur má sjá stórkostlegt sjónarspil lita dýrðar og ekki skemmir tónlist hafsins í bakgrunninum fyrir upplifuninni.

Innifalið í verði ferðar:
Flug fram og til baka, 20 kg taska
Gisting á 5 stjörnu resort hóteli með morgunverði
Aðgangur að einni glæsilegustu heilsulind Króatíu, gufubað, sauna & pottum
Aðgangur að einkaströnd hótelsins
Aðgangur að Padel velli fyrir hópinn, 5 morgna
Akstur til og frá flugvelli erlendis
Morgunæfingar með Lilju & Unni
Lautarferð/Hamingjustund á Ströndinni með Unni & Lilju
Kynningarfundur & veglegir gjafapokar
Mánuður í FleXFit með Lilju (Gildir á árinu 2025)
Íslensk fararstjórn

Lágmarksþátttaka er 15 manns og áskilur Visitor sér rétt til að fella niður ferðina náist ekki sú þátttaka.

Hótelið

Falkensteiner Hotel & Spa Iaders

Við gistum á glæsilegu 5 stjörnu lúxus resort, Falkensteiner Hotel & Spa Iadera sem staðsett er í nágrenni við bæinn Zadar í Króatíu.

Hótelið státar sig af einni glæsilegustu heilsulind Króatíu, einkaströnd er á landeign hótelsins þar sem fagurblár tær sjórinn tekur á móti gestum hótelsins.

Þá er einnig fjölbreytt afþreying í boði á hótelinu m.a; padel og tennisvellir, yoga, strandblak, hjólaleiga er einnig á staðnum og ýmis vatnasport í boði.

5-STAR WELLNESS HOTEL IN PUNTA SKALA, CROATIA

Verð

Verð frá 289.900 pr. dömu miðað við tvær saman í herbergi.

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

Visitor áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.
Náist ekki lágmarksþátttaka endurgreiðum við að fullu það sem þegar hefur verið greitt.

FLUGFÉLAG: PLAY


Flogið með PLAY.

INNIFALIÐ:
20 kg. innritaður farangur
Lítill handfarangur sem passar undir sæti.
Stærri handfarangurstösku þarf að greiða aukalega.
Séróskir um sætaval þarf einnig að greiða aukalega.

Fararstjórar

Lilja Sigurgeirsdóttir

Lilja er sjálfstætt starfandi þjálfari og hefur síðustu ár einblínt að hjálpa fólki að bæta hreyfanleika líkamans. Hún brennur fyrir því að fólk geti stundað áhugamál sín og íþróttir ásamt því að lifa daglegu lífi verkjalaust um ókomna framtíð. Lilja hefur mikinn áhuga á fjölbreyttri hreyfingu og stendur þar hæst fjallahjól, útivist, fjallgöngur og golf ásamt því að stunda aðrar íþróttir til gamans, þó keppnisskapið sé aldrei langt undan. Lilja hefur ásamt Unni skipulagt útivistar og ævintýraferðir fyrir konur og hefur mikla reynslu af því að vinna með hópum í gegnum fótboltaferil og þjálfara reynslu síðustu ára. Lilja hefur ferðast víða og hefur mikla ástríðu fyrir ferðalögum á nýjar slóðir. Lilja er Movement þjálfari, ÍAK þjálfari og FRC Certified. Lilja hefur ferðast víða og starfaði sem flugfreyja um árabil, hún hefur mikinn áhuga á fólki, sögu og menningu sem og ferðalögum á nýjar slóðir.

Unnur María Pálmadóttir

Unnur er markaðskona, Yin yoga kennari og mikil útivistarkona. Unnur stundar mikið fjallgöngur, jóga og útivist í náttúrunni, hefur gaman af því að ganga um hálendi Íslands og ferðast víða um heiminn. Unnur hefur um árabil rekið markað og viðburðarfyrirtæki og hefur skipulagt fjölda stórra sem smáa viðburða ásamt útivistar og ævintýraferðum fyrir konur. Hún er mikill fagurkeri og hefur ástríðu fyrir því að skapa minningar fyrir konur þar sem áhersla er lögð á einstakar upplifanir.

Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: fyrirspurn@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2024, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna