Mamma Mia - The Party! - Vilma Home ferðin

Ferðin

Ferðin er frá fimmtudeginum 3. apríl til sunnudagsins 6. apríl 2025.
Verð frá kr. 199.900 á dömu miðað við tvær saman í herbergi.

Alvöru stuðferð fyrir konur sem vilja sleppa sér í gleði, glens, söng og góðum félagsskap í London.

Mamma Mia The Party! Með Vilmu Home í London.

Núna er það London Baby!
Þessi ferð er aðeins fyrir dömur á öllum aldri sem vilja koma með í helgarferð til London og fara með Vilmu á Mamma Mia - The Party showið.


Flugið:
Icelandair út á Gatwick.
Icelandair heim frá Heathrow - kvöldvél.

Innifalið í ferðinni:
Flug með Icelandair og innritaðri 23 kg tösku.
Gisting í 3 nætur með morgunverði.
Miði á showið og 4 rétta máltíð.
Rúta til og frá showinu.
Akstur til og frá flugvelli.
Íslensk fararstjórn.

Hótelið

Thistle Hotel London Marble Arch

Thistle London Marble Arch hótelið er staðsett á besta stað í miðbæ London ef þú vilt upplifa það besta sem borgin hefur uppá að bjóða.

Afskaplega snyrtilegt og nútímalegt hótel nálægt Marble Arch lestarstöðinni.
Staðsett aðeins steinsnar frá helstu verslunargötunum, eins og Oxford Street, Regent St og Mayfair, auk fjölda frægra kennileita í London, þar á meðal Harrods, Hyde Park og Buckingham Palace, eða West End Theatre District.
Eftir annasaman dag má njóta máltíðar og kokteils með vinum á barnum okkar með útsýni yfir Oxford Street.
TripAdvisor Travaller's Choice Award 2023.

Verð

Verð frá 199.900 pr konu miðað við tvær saman í herbergi

Mamma Mia The Party! - Borðasvæði

Borðin sem við fáum á sýningunni eru á frábærum stað. Erum á svæðinu sem er gul-merkt á þessari mynd.

Greiðslumáti ferðar

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

Engin krafa er um lágmarksþátttöku í þessa ferð.

ICELANDAIR

Flug með Icelandair ásamt sköttum.
23 kg innritaður farangur
10 kg handfarangur samkvæmt skilmálum Icelandair.

Fararstjóri

SKEMMTANASTJÓRINN

Vilma heiti ég, betur þekkt sem brúsa konan. Ég er hvorki meira né minna en 37 ára, ég er mamma og á yndislegan mann. Ég er einstaklega filterslaus og tek lífinu létt, ég held úti instagram reikningi þar sem mér finnst ótrúlega gaman að gleðja aðra í kringum mig og margir sem hafa fylgt mér í gegnum einhverjar útlandaferðirnar.

Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: fyrirspurn@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2024, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna