Með heilsunni í liði - Sigga Kr. á Spáni

Ferðin


HUGUR - HEILSA - LÍKAMINN - 2025

Með heilsuna í liði - Dagskrá ferðar

22. apríl
Flug til Alicante og rútuferð á hótelið, kynning á því sem er framundan og frjálst kvöld.

23. apríl
Mæting í lobbý kl.9.
Markþjálfun, fyrirlestur og jóga. Lýkur kl.11.
Mæting kl.16:30 í lobbý og göngutúr um gamla bæinn.
Einnig kíkt út á tanga þar sem er útsýnis pallur og var einu sinni kastali.
Um kl. 20 farið svo saman út að borða á Topo Gigío sem er ítalskur veitingarstaður og með íslenskum matseðli.

24. apríl
Mæting í lobbý kl.9.
Markþjálfun og fyrirlestur og styrktar æfingar (úti) með eigin líkamsþyngd og farið yfir líkamsstöður. Lýkur kl.11.
Mæting í lobbýið kl.13 og rölt í bátahöfnina og farið í siglingu í kringum eyjuna fyrir utan Benidorm (verð 22 evrur á mann). Þessi ferð er valfrjáls.
Í þessari ferð er frábært útsýni yfir Benidorm og einnig í boði að skoða fiskalífið þegar við komum að eyjunni því báturinn er með glerbotn.

25. apríl
Mæting í lobbý kl. 09:00.
Markþjálfun og fyrirlestur, svo farið í jafnvægisæfingar til kl.11.
Mæting kl. 16:30 í lobbý og göngutúr að krossinum í Benidorm (valfrjálst).
Muna að vera í góðum skóm og með vatnsbrúsa með sér, jafnvel banana fyrir orkuna.
Þessi ganga tekur um 2 1/2 tíma í heildina.


26. apríl
Mæting í lobbý kl. 9:15.
Fyrirlestur og verkefni.
Farið í þolæfingar (sem allir geta gert, ekki of erfitt) og búið kl. 11.
Mæting kl. 16 og fyrir þau sem vilja farið í verslunarmiðstöðina La Marina, þar er einnig Outlet og fleiri búðir í kring.
Fararstjóri fer með hópinn og sýnir staðhætti en farþegar fá svo að njóta sín eins lengi og óskað er eftir.

27. apríl
Mæting í lobbýið kl. 9:30.
Markþjálfun og verkefni.
Farið í léttar jóga teyjur og hópefli (úti).
Mæting í lobbý kl. 15 og farið til Albír-Altea.
Strandlegjan gengin og farið svo upp að kirkjunni í Altea.

28. apríl
Mæting kl. 09:00 í lobbýi.
Þennan dag nýtum við út í garði sem er í 5 mín fjarlægð og yfirförum allt sem vikan hafði uppá að bjóða, bókum ykkur með markþjáflunartíma við heimkomu (frítt) og fáið aðgang að appinu True Coach í 3 vikur við heimkomu.
Einnig ætlum við að fara í leik þar sem verðlaun eru í boði.
Þennan dag nýtum við í Guadalest þar sem við skoðum kastala, litlar sætar spænskar búðir, veitingarstaði og menningarlega upplifun.
Þessi ferð er greidd sér og fer eftir fjölda. Farið er með rútu þangað.

29. apríl
Heimferðardagur - frjáls dagur.

Fyrirlestarnir:
• heilsan þín
• vani, mataræði og skipulag
• sjálfsmynd, jákvæðni og þitt markmikð
• svefn, hreyfing og það sem er þér mikilvægt
• fjölskyldan, vinir og meðvirkni
• sjálfstæði þitt til framtíðar og af hverju

Ýmis stéttarfélög veita styrki til félagsmanna sinna fyrir námskeið og fræðslu.
Kynntu þér réttindi og styrkveitingar sem þitt stéttarfélag veitir og athugaðu hvort það nái yfir þessa ferð.

Ummæli ánægðs viðskiptavinar:
"Heilsuferðin hennar Siggu var mjög skemmtileg og vel skipulögð. Fjölbreyttar æfingar bæði í sal og tækjasal. Allir gátu tekið þátt sama í hvernig formi viðkomandi var. Ótrúlega góð leið til að kynnast nýju fólki, slappa af og rækta heilsuna."



Innifalið í verði ferðar:
Flug fram og til baka, 20 kg taska
Gisting í sjö nætur - Superior Room
Hálft fæði – morgunverður og kvöldverður
Akstur til og frá flugvelli erlendis
Íslensk fararstjórn

Lágmarksþátttaka er 10 manns og áskilur Visitor sér rétt til að fella niður ferðina náist ekki sú þátttaka.

Hótelið

Hotel Madeira Centro Benidorm

Glæsilegt 4 stjörnu hótel staðsett í hjarta Benidorm.
Aðeins 3 mín að ganga niður á Levante ströndina frá hótelinu og jafn langt að rölta inn í gamla bæinn með iðandi mannlífi, matsölustöðum og verslunum.

Herbergin í ferðinni eru "Superior with terrace".

Verð

Verð frá 209.900 miðað við 2 saman í Superior herbergi.

FLUGFÉLAG: PLAY


Flogið með PLAY.

INNIFALIÐ:
20 kg. innritaður farangur
Lítill handfarangur sem passar undir sæti.
Stærri handfarangurstösku þarf að greiða aukalega.
Séróskir um sætaval þarf einnig að greiða aukalega.

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

Visitor áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.
Náist ekki lágmarksþátttaka endurgreiðum við að fullu það sem þegar hefur verið greitt.

Fararstjóri

Sigga Kr.

Sigga Kr. er Njarðvíkingur sem átti og rak líkamsræktarstöðina Perluna í Keflavík frá 1998 - 2008. Hún er lærður þolfimikennari, einkaþjálfari, Hatha Yoga kennari, Markþjálfi og spinning kennari. Kenndi 5 Les Mills kerfi og Pump FX og var kennari í Fusion Fitness Academy.

Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: fyrirspurn@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2024, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna