MIDLANDS WHISKY FESTIVAL 2024 ! UPSELT !
Ferðin
Midlands Whisky Festival í Birmingham á Englandi fer fram helgina 4. - 7. október í haust. Áhugafólk á Íslandi ætlar að fjölmenna á þessa sýningu undir öruggri íslenskri fararstjórn.
Þetta verður frábær helgarferð frá föstudegi til mánudags.
Helgarpassi á sýninguna er innifalinn í verði ferðarinnar.
Við mælum með að skoða fyrirlestra, Masterclass-a og annað sem er í boði samhliða sýningunni sem selt er inná sér.
Hér er linkur á sýninguna: https://www.whiskyfest.co.uk
Innifalið í ferðinni:
Flug með Icelandair ásamt sköttum.
23 kg. innritaður farangur og lítill handfarangur samkvæmt skilmálum Icelandair.
Gisting á 4 stjörnu hóteli.
Helgarpassi á hátíðina.
Akstur til og frá flugvelli.
Íslensk fararstjórn.
Hótelið
Radisson Blu Hotel Birmingham
Eitt af kennileitum Birminghamborgar er skýjakljúfurinn Radisson Blu sem er 39 hæða glæsilegt 4 stjörnu hótel á frábærum stað.
Þú ert í hjarta alls þess sem Birmingham hefur upp á að bjóða, allt frá iðandi miðborgarlífi til verslana og veitingastaða.
211 herbergin okkar og svíturnar eru nútímalega innréttar með gluggaveggi til að njóta töfrandi borgarútsýnis.
Klassískur matsölustaður í brasserie stíl og bar á jarðhæð þar sem má gæða sér á kokteilum eða ölglasi. Líkamsræktarstöð er á 18. hæð fyrir þá sem vilja halda sér í formi.
Verð
Verð frá kr. 169.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi
Greiðslumáti
Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.
Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.
Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.
Visitor áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.
Náist ekki lágmarksþátttaka endurgreiðum við að fullu það sem þegar hefur verið greitt.
ICELANDAIR
Flug með Icelandair ásamt sköttum.
23 kg innritaður farangur
10 kg handfarangur samkvæmt skilmálum Icelandair.
Fararstjóri
Sigvaldi Tómas Sigurðsson
Sigvaldi er mikill áhugamaður um Whiskey og er stjórnarmaður í Maltviskífélagi Íslands. Í áraraðir hefur Sigvaldi farið í ferðir um allan heim með íslenskt áhugafólk um Whiskey og er hann hafsjór af fróðleik um þennan fróma drykk.