Octoberfest Munchen 2025
Ferðin

Októberfest 2025 - HÓPFERÐ!
Visitor, í samstarfi við Berlínur í München, bjóða upp á ógleymanlega ferð á stærstu alþýðuhátíð heims — Októberfest í München. Hátíðin, sem hefur verið haldin nánast árlega síðan 1810, fer að þessu sinni fram dagana 20. sept til 5. október. Ferðin okkar er dagana 3. - 6. október 2025.
Októberfest þarf varla að kynna fyrir fólki en þetta er aðalhátíð bæverskrar menningar, full af tónlist, fjörugum bjórtjöldum, dýrindis mat og iðandi karnivalstemningu. Þarna skála heimamenn við gesti hvaðanæva að úr heiminum í eins líters bjórkrúsum og gæða sér á bæverskum risasaltkringlum þess á milli.
Hvort sem þú ert að leita að því að drekka í þig menninguna, njóta hefðbundinna bæverskra rétta, dansa á bekkjum í iðandi bjórtjaldi eða skella þér í stærstu farand- rússíbana og tæki álfunnar þá er Októberfest upplifun sem svíkur engan. Þetta er ævintýri fullt af skemmtun, menningu og ógleymanlegum minningum!

Innifalið í verði ferðar er:
Aðgangur inn í elsta (og mest „in“) bjórtjaldið á Októberfest þar sem við erum með bókað borð. Hver gestur fær inneign sem samsvarar 2 x 1 líter af bjór og hálfum, steiktum kjúklingi.
Íslensk fararstjórn
Ferð frá hóteli á Októberfest með almenningssamgöngum. Lítill glaðningur auk stutts kynningarfundar á hótelinu um sögu hátíðarinnar og við hverju er að búast áður en lagt er af stað.
Akstur til og frá flugvelli.
Aukaferð sem hægt er að bóka gegn gjaldi:
Hægt er að bóka sig aukalega í ferðina „Brot af því besta“ með Berlínum í München en það er um það bil 2,5 klst ganga um miðbæ München þar sem helstu kennileiti eru skoðuð. Hoppað verður á milli tímabila eftir því sem gengið er á milli auk þess sem sagt verður frá daglegu lífi þessarar „nyrstu borgar Ítalíu.“ Gönguleiðin liggur um torg, breiðar og mjóar hliðargötur, blómagarða og ýmsa króka og kima sem fáir vita af.
Flugið:
Icelandair fram og til baka á Munchen.
Innifalið í ferðinni:
Flug með Icelandair og innritaðri 23 kg tösku.
Gisting í 3 nætur með morgunverði.
Miði í Októberfest tjald eitt kvöld/dag.
Akstur til og frá flugvelli.
Íslensk fararstjórn.
Hótelið

Gambino Hotel WERKSVIERTEL
Gambino hotel WERKSVIERTEL er þægilega staðsett í Berg am Laim-hverfinu í München, 3,1 km frá nýja ráðhúsinu, 3,1 km frá Rathaus-Glockenspiel og 3,2 km frá Deutsches Museum.
Herbergin eru ákaflega snyrtileg, með flatskjásjónvarpi með gervihnattarásum og baðherbergi með hárþurrku og sturtu.
Öll herbergin eru búin öryggishólfi og valin herbergi eru með borgarútsýni.
Ríkisóperan í Bæjaralandi er 3,3 km frá Gambino Hotel WERKSVIERTEL og Munich Residence er í 3,3 km fjarlægð.
Flugvöllurinn í München er í um 30 mín akstursfjarlægð frá hótelinu.
Verð
Verð frá 209.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi. Aukagjald vegna einbýlis kr. 59.900
Greiðslumáti
Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.
Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.
Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.
Visitor áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.
Náist ekki lágmarksþátttaka endurgreiðum við að fullu það sem þegar hefur verið greitt.
ICELANDAIR

Flug með Icelandair ásamt sköttum.
23 kg innritaður farangur
10 kg handfarangur samkvæmt skilmálum Icelandair.
Fararstjóri

Fararstjóri frá Visitor
Með í ferðinni er fararstjóri frá Visitor sem innritar farþega á hótel, dreifir miðum á leikinn/tónleikana og er farþegum innan handar með allt sem þarf.