Skíðaferð til Austurríkis 27. jan til 3. feb 2024 (UPPSELT/BIÐLISTI)

Ferðin

Nú skellum við okkur í skíðaferð til Lungau í Austurríki.
Ski in - ski out 4 stjörnu mjög flott hótel og frábær skíðasvæði sem henta öllum getustigum.



RÚTA:
Rúta sækir okkur á flugvöllinn í Salzburg og er um 1klst og 20 mínútur til ST. Margarethen. Sama ferð til baka, til Salzburg í lok ferðar.

HÓTEL:
Gist verður á Hotel Grizzly sem er 4 stjörnu hótel með gufubaði og sundlaug. (Algjört luxus hótel)

SKÍÐASVÆÐIN:
Skíðasvæðin í Lungau eru mörg, lyftur með hátt í 320 km af troðnum skíðabrekkum.
St. Margarethen brekkan heitir A1 og var brekka ársins í Austurríki 2012.

Nýr veitingastaður þar í fjallinu er glæsilegur og mjög góður matur, þar er einnig hægt að skíða yfir til Katschberg.
Frábær APRÈS-SKI bar er við hótelið okkar og gott að enda þar í dagslok.
Möguleikarnir eru margir og ef við viljum fara á önnur skíðasvæði, þá er sem dæmi Tauernrunde sem er skemmtileg skíðaleið upp í Obertauern og tekur 4 tíma að fara þann skíðahring.
Á öllum skíðasvæðunum eiga allir að finna brekku við sitt hæfi.

FLUGIÐ:
Flogið til Salzburg með PLAY.
Flugið er með 20kg innritaður farangur.
Lítill handfarangur sem passar undir sæti.
Skíðapoki kostar aukalega 10.900kr fram og til baka.

EKKI INNIFALIÐ:
Skíðapassi.
Hádegisverður, drykkir, ferða- slysa- og farangurstrygging.

Lágmarksþátttaka í ferðina eru 18 manns.

Hótelið

Grizzly Sport & Motorrad Resort, Sankt Margarethen

Hotel Grizzly er 4 stjörnu hótel með Sauna, sundlaug og flottri líkamsrækt.
(Algjört lúxus hótel).



Skíðaðlyftan er samtengd við hótelið og þar er einnig frábær APRÈS-SKI bar, hótel sem býður upp á góða þjónustu.


Þar er hvern morgun boðið upp á morgunverðarhlaðborð þar sem hægt er að næra sig vel áður en haldið er í brekkurnar.
Kvöldmatur er fjölhæfur.
Eftir skíðadag er hægt að skella sér í sauna/sund og láta líða úr sér.
Herbergin eru einstaklega glæsileg og rúmin góð.
Á Hotel Grizzly er skíðaaðstaðan góð.

Verð

Verð frá 299.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

Visitor áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.
Náist ekki lágmarksþátttaka endurgreiðum við að fullu það sem þegar hefur verið greitt.

FLUGFÉLAG: PLAY


Flogið með PLAY.

INNIFALIÐ:
20 kg. innritaður farangur
Lítill handfarangur sem passar undir sæti.
Stærri handfarangurstösku þarf að greiða aukalega.
Séróskir um sætaval þarf einnig að greiða aukalega.

Fararstjóri

Gummi og Kara

Fararstjórar eru útivistar og fjallageiturnar Guðmundur Gunnlaugsson og Karitas Þráinsdóttir sem hafa leitt hópa í ferðir á þetta svæði í áraraðir við miklar vinsældir.

Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: fyrirspurn@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2024, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna