THE PRODIGY Í MANCHESTER - HÓPFERÐ
Ferðin er miðvikudaginn 15. apríl til laugardagsins 18. apríl 2026.
Tónleikarnir fara fram fimmtudagskvöldið 16. apríl 2026 í hinni glænýju og frábæru tónleikahöll Coop LIVE ARENA í Manchester.
The Prodigy verða með tónleika í Manchester þann 16. apríl 2026 á Co-op Live, nýju tónleikahöllinni við Etihad leikvanginn í Manchesterborg. Þetta er hluti af UK & Ireland Arena Tour 2026, þar sem þeir verða með sérstakan gest, Carl Cox, sem spilar tveggja tíma vinyl-sett á undan tónleikunum.
The Prodigy munu spila lög af öllum sjö breiðskífum sínum sem náðu 1. sæti í Bretlandi. Carl Cox mun koma fram með sínu þekkta þriggja spilara vinyl-setti, sem þykir sturlað.
Mikið brjálæði greip um sig þegar The Prodigy tilkynntu þennan túr og seldust allir aðgöngumiðar upp á nokkrum mínútum.
Sætin okkar á The Prodigy @ Co-op Live eru í AMP Club
Fullkomið útsýni yfir sviðið frá premium sætum í svæðum 217-220.
Aðgangur að AMP Club, sem er eingöngu fyrir premium miðafa.
VIP inngangur til að forðast biðraðir!
Ábending til ferðalanga til Bretlands:
ALLIR þurfa að vera með ETA rafræna ferðaheimild til UK, líka þeir sem fara í tengiflugi um Bretland.
Hér er allt um þetta: www.visitor.is/eta
Innifalið í pakkaferðinni:
Flug með ICELANDAIR ásamt sköttum.
23 kg. innritaður farangur og lítill handfarangur
Gisting í 3 nætur með morgunverði á 4 stjörnu hóteli.
Miði í Hospitality-svæði á tónleikunum.
Akstur til og frá flugvelli.
Íslensk fararstjórn.
Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvél okkar hér til vinstri.
Einnig er hægt að greiða með Netgíró.
Netgíró þarf að hringja í síma 578 9888 á milli 09-16 virka daga.
Holiday Inn Manchester City Center er fjögurra stjörnu hótel á besta stað í miðbæ Manchester borgar.
Flott herbergi, skemmtilegur bar/matsölustaður og vinalegt starfsfólk.
Innan við tvær mínútur að rölta í aðal verslunargötu borgarinnar og flestir vinsælustu veitingastaðir borgarinnar eru í göngufæri.
GOTT AÐ VITA:
Á hótelum eru almennt tveggja manna herbergi: Double (hjónarúm), Twin (tvö aðskilin eins manns rúm). Sum hótel bjóða uppá þriggja manna herbergi sem eru herbergi með hjónarúmi og auka bedda. Þriggja manna herbergi eru eingöngu ætluð fyrir tvo fullorðna sem sofa í sama rúmi og gest yngri en 14 ára sem sefur á beddanum. Þriggja manna herbergi eru alls ekki fyrir 3 fullorðna.
Verð frá 209.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi
Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.
Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.
Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.
Visitor áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.
Náist ekki lágmarksþátttaka endurgreiðum við að fullu það sem þegar hefur verið greitt.
Flug með Icelandair ásamt sköttum.
23 kg innritaður farangur
10 kg handfarangur samkvæmt skilmálum Icelandair.
Með í ferðinni er fararstjóri frá Visitor sem innritar farþega á hótel, dreifir miðum á leikinn/tónleikana og er farþegum innan handar með allt sem þarf.
Visitor er ferðaþjóusta sem rokkar
@ 2025 Visitor Travel Agency