The Weeknd - After Hours Tour (2 SÆTI LAUS)

Ferðin

Tónleikarnir fara fram 28. júní á Marley Park í Dublin. Sturlaður útihátíðarstemmari með einum allra fremsta og vinsælasta tónlistarmanni veraldar. Marley Park er um hálftíma út fyrir borgina og gríðarlega vinsæll tónleikastaður.

GOLDEN CIRCLE Official Platinum Ticket innifaldir.

Innifalið í pakkaferðinni:
Flug með PLAY
20 kg. innritaður farangur ásamt léttum handfarangri.
Gisting í 2 nætur með morgunverði.
Miði á tónleikana - Official Platinum Tickets - Gold Circle.
Akstur til og frá flugvelli og til og frá tónleikasvæðinu.
Íslensk fararstjórn.

Hótelið

Academy Plaza Hotel í Dublin

Academy Plaza Hotel er flott 3 stjörnu hótel, frábærlega staðsett við O'Connell Street, í 3 mínútna göngufjarlægð frá verslunargötunni Henri Street. Hótelið státar af glæsilegum, loftkældum herbergjum með ókeypis WiFi, veitingastaður er á staðnum.

Flott herbergin á Academy Plaza Hotel eru innréttuð í ríkum litum. Herbergin eru með flatskjásjónvörp, skrifborð og marmaralagt baðherbergi.

Temple Bar-hverfið er í 10 mínútna göngufjarlægð og hótelið er með sólarhringsmóttöku.

Trinity College og Dublin Castle eru í innan við 10 mínútna göngufjarlægð.

Verð

Verð frá 159.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi

FLUGFÉLAG: PLAY


Flogið með PLAY.

INNIFALIÐ:
20 kg. innritaður farangur
Lítill handfarangur sem passar undir sæti.
Stærri handfarangurstösku þarf að greiða aukalega.
Séróskir um sætaval þarf einnig að greiða aukalega.

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina
með því að greiða staðfestingargjald
kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum raðgreiðslur, Netgiró og PEI.
Þá þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

Fararstjóri

Fararstjóri frá Visitor

Með í ferðinni er fararstjóri frá Visitor sem innritar farþega á hótel, dreifir miðum á leikinn/tónleikana og er farþegum innan handar með allt þarf.

Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: visitor@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2023, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna