Yin Yoga og töfrar í Tossa de Mar
Ferðin
Ferðin er frá mánudeginum 19. maí til mánudagsins 26. maí 2025.
Yin Yoga og töfrar í Tossa de Mar er ferð fyrir allar konur sem vilja fara í endurnærandi ferðalag sjálfsþekkingar í fallegu og náttúrulegu umhverfi.
Yin Yoga er rólegt og mjúkt Yoga sem hentar jafnt byrjendum og lengra komnum í Yoga þar sem allar æfingar er hægt að gera með mismunandi styrkleika.
Í ferðinni verða fjölbreyttir Yin Yoga tímar á ströndinni og í fallegum sal á hótelinu, hugleiðsla, tónheilun, öndunaræfingar, náttúrumeðferð og Yoga flæði með áherslu á að þátttakendur hafi einnig nægan tíma til að hvílast og njóta lífsins í Tossa de Mar.
Bjargey fararstjóri ferðarinnar hefur um árabil farið með hópa af konum til Tossa de Mar sem er fallegur strandbær á Spáni umvafinn stórkostlegri náttúru. Hreinar strendur og tær sjór þar sem hægt er að synda og snorkla. Fallegar gönguleiðir allt í kring, frábærir veitingastaðir og skemmtilegur miðbær með litlum verslunum og kaffihúsum þar sem
dásamlegt er að rölta um og njóta.
Bjargey Ingólfsdóttir, fararstjóri, Yin Yoga kennari og Cranio Sacral meðferðaraðili heldur úti hlaðvarpinu Ofurkona í orlofi og hefur haldið sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur um árabil og farið með fjölda hópa til Tossa de Mar.
Í ferðinni gefst gott tækifæri til að hvílast, kynnast sjálfri sér betur í skemmtilegum félagsskap og tengjast með hugleiðslu, Yin Yoga, öndunaræfingum og náttúrumeðferð á ströndinni.
Dagskrá - birt með fyrirvara um breytingar
19. maí - mánudagur
Komudagur.
Mæting í KEF 2 klst. fyrir brottför.
Flogið er með PLAY til Barcelona brottför í KEF kl.15:20.
Lending í BCN 21:40. Flugnúmer OG614.
Rúta til Tossa de Mar bíður okkar á flugvellinum en aksturinn tekur eina og hálfa klst. Við komuna á hótelið bíður kvöldhressing.
20. maí - þriðjudagur
Morgunverður í boði frá 8:00-10:00.
10:30 - 12:00 Samvera og slökun á ströndinni.
Bjargey segir frá fyrirkomulagi námskeiðsins og hópurinn kynnist. Rólegur dagur til að hvílast eftir ferðalagið og skoða umhverfið.
17:00 Gönguferð í kastalann þar sem gengið er upp að útsýnispalli og hægt að sjá stórbrotið útsýni yfir Tossa de Mar og hafið.
Gönguferðin er róleg ganga þar sem við stoppum nokkrum sinnum til að njóta útsýnis.
Sameiginlegur kvöldverður kl.20:00 fyrir þær sem vilja á huggulegum stað í göngufæri frá hótelinu. Hver og ein greiðir fyrir sig mat og drykk.
21. maí - miðvikudagur
Morgunverður í boði frá 8:00-10:00.
10:00-12:00 Yin Yoga á ströndinni.
Léttar teygjur og æfingar sem henta öllum, byrjendum og lengra komnum í Yoga. Tenging hugar og hjarta.
Náttúrumeðferð og vellíðan.
Frjáls tími eftir hádegi.
22. maí - fimmtudagur
Morgunverður í boði frá 8:00-10:00.
12:00-14:00 - Innra ferðalag og tónheilun.
Bjargey leiðir hópinn í töfrandi ferðalag þar sem hugur og líkami sameinast í sjálfsmildi og slökun.
23. maí - föstudagur
Morgunverður í boði frá 8:00-10:00.
Frjáls dagur til að slaka á og njóta lífsins í sólinni.
Fyrir þær sem vilja er hægt er að fara í bátsferð frá ströndinni í Tossa de Mar inn í litlu víkurnar Cala Bona og Cala Pola, en þar er hægt að synda í tærum sjó og snorkla. Einnig er hægt að nýta frídaginn til að fara í dagsferð til Barcelona eða Girona. Bjargey aðstoðar þær sem vilja við
skipulag á dagsferðum.
24. maí - laugardagur
Morgunverður í boði frá 8:00-10:00.
10:30-12:00 Yin Yoga á ströndinni.
Æfingar með áherslu á að opna flæði orkustöðvanna. Djúpar teygjur með áherslu á að losa spennu og streitu úr líkamanum.
17:00-19:00 Tantra Yoga
Í Tantra Yoga tengjumst við kvenorkunni okkar og kynorku. Tantra Yoga æfingar koma jafnvægi á Sacral orkustöðina og hjálpa okkur að tengjast líkamanum okkar og lífsorkunni sem er uppspretta sköpunar og unaðar.
19:30 Sólsetur, sameiginlegur kvöldmatur og samvera á ströndinni. Dans, gleði og töfrar.
25. maí - sunnudagur
Morgunverður í boði frá 8:00-10:00.
10:30-12:00 Yin Yoga, náttúrumeðferð og hugleiðsla á ströndinni.
Frjáls tími eftir hádegi.
20:00 Sameiginlegur kvöldverður síðasta kvöldið okkar saman í miðbænum á huggulegum veitingastað.
Hver og ein greiðir fyrir sig í mat og drykk, gott er að hafa evrur í seðlum fyrir þessa sameiginlegu ferð svo það sé auðvelt að greiða reikninginn í lokin.
26. maí - mánudagur
Morgunverður í boði frá 8:00-10:00.
Útritun af herbergjum kl.11:00 en töskur fara í geymslu og við getum notað hótelgarðinn að vild, hægt er að fara í sturtu og skipta um föt fyrir heimför í sameiginlegri búningsaðstöðu fyrir gesti á hótelinu.
Farið er út á flugvöll seinnipart dags, um 17:00-18:00 (nákvæm tímasetning síðar) flugið frá Barcelona er kl.22:40 lending í Keflavík 01:20 eftir miðnætti. Flugnúmer OG615.
Yin Yoga tímar og hugleiðsla á ströndinni
Öndunaræfing og tónheilun
Akstur til og frá flugvelli erlendis
Íslensk fararstjórn
ATH. sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum og þarf hver farþegi að greiða 1 € pr. mann pr. nótt og greiðist þetta beint til hótelsins og því ekki innifalið í verði ferðarinnar.
Lágmarksþátttaka er 15 manns og áskilur Visitor sér rétt til að fella niður ferðina náist ekki sú þátttaka.
Hótelið
Gran Hotel Reymar
Einn af vinsælustu kostunum á Tossa de Mar.
Þetta hótel við sjávarsíðuna er við Playa de la Mar Menuda-ströndinni. Hótelið er með útisundlaug, heitan pott, heilsulind, tennisvelli og býður upp á víðáttumikið útsýni yfir Tossa de Mar og kastalann.
Á heilsulind hótelsins má finna nuddpott, vatnsmeðferðir, tyrkneskt bað, gufubað og úrval meðferða og nuddmeðferða. Greiða þarf aukalega fyrir aðgang að heilsulindinni.
Herbergin á Gran Hotel Reymar eru með loftkælingu, svalir og sérbaðherbergi. Öll eru þau með flatskjá með gervihnattarásum, minibar og ókeypis WiFi. Öryggishólf er í boði gegn aukagjaldi. Gran Hotel Reymar býður einnig upp á 3 svefnherbergja villur með stofu, borðkrók, fullbúnu eldhúsi og verönd með sjávarútsýni.
Á hótelinu er rómantíski veitingastaðurinn Illa, sem býður upp á Miðjarðarhafs- og alþjóðalega à la carte rétti. Þaðan er frábært útsýni, bæði innan frá veitingastaðnum og á veröndinni. Panta þarf borð fyrirfram. Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð og matreiðslusýningar.
Barirnir við ströndina og sundlaugarbakkann á Gran Hotel Reymar framreiða hressandi kokteila og auk þess býður hótelið upp á borðtennisborð og körfuboltavöll.
Tossa-kastalinn og Faro de Tossa-vitinn eru í 10 mínútna göngufæri ef gengið er meðfram aðalgöngusvæðinu við sjávarsíðuna, en þar er fjöldi verslana, bara og veitingahúsa.
Verð
Verð frá kr. 259.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi
Greiðslumáti
Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.
Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.
Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.
Visitor áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.
Náist ekki lágmarksþátttaka endurgreiðum við að fullu það sem þegar hefur verið greitt.
FLUGFÉLAG: PLAY
Flogið með PLAY.
INNIFALIÐ:
20 kg. innritaður farangur
Lítill handfarangur sem passar undir sæti.
Stærri handfarangurstösku þarf að greiða aukalega.
Séróskir um sætaval þarf einnig að greiða aukalega.
Fararstjóri
Bjargey Ingólfsdóttir, fararstjóri og fyrirlesari
Bjargey Ingólfsdóttir Yin Yoga kennari og Cranio Sacral meðferðaraðili. Bjargey hefur um árabil farið með konur í uppbyggjandi og endurnærandi heilsuferðir til Tossa de Mar á Spáni. Bjargey er með B.A. próf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og hefur haldið fyrirlestra og kennt sjálfstyrkingarnámskeið síðan 2018 á fjölbreyttum vettvangi innan lands og utan. Í ferðunum og á námskeiðum deilir Bjargey reynslu sinni af því að missa heilsuna eftir langvarandi álag og áföll og hvernig hún öðlaðist nýtt líf og betri heilsu með sjálfsmildi að leiðarljósi. Í dag liggur ástríða Bjargeyjar í því að valdefla konur og leiða þær í ferðalag sjálfsþekkingar þar sem þær fá tækifæri til að kynnast sér upp á nýtt og sjá fegurðina í brestunum.