Fótboltaferðir

KNATTSPYRNA
Æfinga- og keppnisferðir Visitor
Æfingaferðir meistara- og 2. flokks
Knattspyrnuferðir yngri flokka
Knattspyrnuskóli Visitor í Bolton
Dæmi um æfinga- og keppnisferðir unglingaliða
Alþjóðleg mót:
• Helsinki Cup: Gott mót í skemmtilegri borg.
Mótsdagar drengjaliða: 10. - 15 júlí 2023
Áætlaðir mótsdagar stúlknaliða: 11. - 15. júlí 2023
Ferðadagar: 8.-15. júlí, 9.-16. júlí (piltar), 10.-17. júlí (stúlkur)
• Vildbjerg Cup: Mjög gott mót á flottum stað
• Costa Blanca Cup: 2. - 8. júlí 2023. Keppt er á grasi og gervigrasi.
Minnst 4 leikir á lið.
Ferðatilhögun: Beint flug til/frá Alicante 1.-8. júlí 2023
• USA Cup í Minneapolis: Einu sinni á ævinni ferð.
Önnur mót:
• Donosti Cup: Eitt albesta mótið á Spáni
• San Marino Cup: Skemmtilegur valkostur
Staðir:
Við vekjum athygli á þeim möguleika að fara með unglingalið í skemmtilega æfinga- og keppnisferð í stað þess að fara á mót. Erum með flottar ferðir til Danmerkur, Englands og Spánar. Hentar vel til að sameina íþróttaferð og sumarleyfi, taka fjölskylduna með og jafnvel framlengja ferð.
Tímasetning þegar hentar hverjum hópi.
Danmörk:
Vildbjerg Sport Center á Jótlandi: Toppstaður, sá besti í Danmörku.
England:
Frábær aðstaða í Bolton. Margir vellir, risastórt æfingasvæði, inni, úti, gervi eða ekta gras. Leitið tilboða.
Spánn:
Fín aðstaða í Albir-Alfas del Pi við Costa Blanca ströndina.
Gist á góðu íbúðahóteli með fínum sundlaugargarði í rólegum bæ.
Mjög góðir grasvellir um 1 km frá hóteli og mjög góður gervigrasvöllur við hliðina á hótelinu.
Skemmtigarðarnir, Terra Mitica og Aqualandia, eru skammt undan og svo vatnsleikjagarður innan veggja hótelsins!
Fleiri kostir í boði – alltaf eitthvað nýtt á hverju ári.
Hafið samband sem fyrst og bókið fund/kynningu fyrir þjálfara
– unglingaráð – foreldra.

Knattspyrnuskóli Visitor í Bolton fyrir 13 - 16 ára pilta
Skólinn er fyrir pilta á aldrinum 13 – 16 ára (2010 - 2007).
Ferðin verður dagana 26. júlí til 2. ágúst 2023.
Fyrirspurnir sendist á:
sport@visitor.is